þriðjudagur, 1. september 2009

Inga kemur með tillögu

Ég er með tillögu: Hafa verslanir ekki opnar eins lengi og nú er – það ætti að geta lækkað vöruverð slatta. Við þurfum ekki að hafa verslanir fram á kvöld. 1 kvöld í viku t.d. til kl. 8 ætti að duga flestum. Bara svona til umhugsunar.
Kv.
Inga

8 ummæli:

  1. Koma svo, okursíðugammar: Rífa þetta í sig ;-)

    SvaraEyða
  2. Ég var nú í Hagkaup í Skeifunni kl 21:00 á föstudagskveldi og 4 kassar opnir og biðraðir við þá alla. Spurning hvort það sé ekki bara markaður fyrir þetta?

    SvaraEyða
  3. Já hefur einhver séð hvernig vöruverðið í Hagkaupum hefur verið að hækka síðan þetta fyrirkomulag komst á.... Ég hef verið fastagestur í 24 búð hjá þeim og verðið er orðið með ólíkindum og versnar með degi hverjum.

    SvaraEyða
  4. Sammála!! Hvernig væri þá líka að hafa bara 1-2 10-11 búðir opnar en ekki allar allan sólarhringinn!! Þannig að ef manni bráðvantar eitthvað þá bara keyrir maður þangað :)

    SvaraEyða
  5. Ég stoppa alveg jafnt, bara eftir því hvort er í leiðinni, í Hagkaupum og Nóatúni eftir "restunum", þessu "gourmet" dóti sem ekki fæst í Bónus, og verð að vera ósammála nafnlausum #3, finnst Hagkaup hafa hækkað minna ef Nóatún ef eitthvað er, jafnvel þótt hinir síðar nefndu hafi STYTT opnunartímann, enda myndi maður víst ekki trúa því, hef ég eftir fróðari manni, hvða það fælist lítill sparnaður í því, húsaleiga, hiti, rafmagn og og ýmiss fastur kostnaður annar lækkar ekkert þótt tíminn sé skertur... spurning hvort þessar hækkanir séu ekki einfaldlega "kreppunni" að kenna?

    En mér finnst pæling Ingu samt góð, þótt ekki væri nema bara fyrir geðheilsu starfsmanna og okkar hinna að vera ekki verslandi í tíma og ótíma allan sólarhringinn alla vikuna, og ég er algjörlega sammála nafnlausum hinum fjórða, það er alveg nóg ða hafa 2 búðir, ef hluturinn getur ekki beðið til morguns, þá er hann væntanlega það mikilvægur að maður geti keyrt eftir honum ;)

    SvaraEyða
  6. "Þannig að ef mann bráðvantar eitthvað þá bara keyrir maður þangað"

    Vegna þess að allir eiga bíl?

    SvaraEyða
  7. Þá hugsar maður bara fram í tímann og skipuleggur sig.
    Af hverju í andsk... geta aðrar norðurlandaþjóðir verið með lokað á sunnudögum og bara opið til 20 virka daga en ekki við? Og svo bara eins og eina búð í heilli borg sem er opin lengur?
    Jú, af því að við erum bara allt of góðu vön. Vön að þurfa ekki að hugsa lengra fram en svona 20 mínútur, vön að þurfa allt strax, helst á síðasta ári!

    SvaraEyða
  8. Sammála Grétu!
    Svo að þeir sem ekki eiga bíl geta þá bara hjólað eða tekið strætó það hlýtur að vera sá lífstíll sem það fólk hefur valið sér svo ég sé bara ekkert að því!
    En auðvitað er inn á milli fólk sem ekki hefur efni á bíl, það fólk myndi ég halda hefur heldur ekki efni á að versla í 10-11 svo að þetta ætti ekki að vera neitt vandamál.
    Mér finnst það algert rugl að hafa allar þessar verslanir opnar í öllum þessum hverfum allan sólarhringinn og ég held að mörgum öðrum þyki það líka.

    SvaraEyða