fimmtudagur, 3. september 2009

Útrunnin vara í BÓNUS !

Vil bara vekja athygli fólks á vöru í BÓNUS sem er með útrunnum dagsetningum.
Erlendar mjólkurvörur eru með dagsetningu frá því apríl 2009.
Kalkúnn líka með dagsetningu frá því apríl 2009.
Sælgætið erlenda er á síðasta séns eða þá útrunnið.
Síðan má benda á alla frostna vöru í kæliborðum stórverslana .
Öll frosin vara ( kjöt eða fiskur ) sem inniheldur klaka eða laust íshél inn í umbúðunum, er gölluð vara !!!
Þessi vara hefur þiðnað eða heldur ekki réttu hitastigi , þess vegna er raki inni í umbúðunum sem myndar klaka eða íshél !
Það var verið að selja ónýtan kjúkling í BÓNUS , þegar umbúðir voru opnaðar gaus upp svakaleg fýla!
Kveðja, Jón R.

ATH: Þetta eru heldur stórkarlalegar yfirlýsingar hjá Jóni, en það er alltaf ágætt að athuga dagsetningar á vörum, sérstaklega innfluttum. Maður nennir kannski ekki að mæta aftur í búðina með útrunna vöru, svo það er best að vera búinn að athuga málið. Ég hef reyndar aldrei lent í þessu í Bónus, og því kannski bara heppnari en Jón.
Okursíðan

13 ummæli:

  1. Bónus er yfirleitt versta búðin með dagsetningar, enda kaupi ég ekki einn einasta hlut þarna án þess að tékka á henni.

    SvaraEyða
  2. Ég veit ekki hvað málið er en ferskur kjúklingur sem er ekki útrunnin og lýtur vel út á það til að lykta svakalega þegar heim er komið. Þetta hef ég orðið soldið var við í gegnum tíðina a.m.k. í Nóatúni þar sem ég vinn. Hver ástæðan er veit þætti mér gaman að vita.

    SvaraEyða
  3. Hef reyndar séð að sælgætið þarna er oft útrunnið. Hef nú samt bara keypt það oft :D Oftast eru þetta "best before" dagsetningar en ekki dagsetningar sem segja að þetta hreinlega verði óætt. Sælgæti verður stundum eitthvað harðara en alls ekki algilt.

    T.d. svona karmellur og fleira sem fólk kaupir í sjoppum er oft langt yfir best before dagsetningar. Fílakarmellur hafa t.d. bara um 6 mánaðar dagsetningu og sitja svo oft í lengri tíma eftir það í hillum.

    SvaraEyða
  4. Það er alveg nákvæmlega sama þetta má bara alls ekki samkvæmt lögum.

    SvaraEyða
  5. Við hér á heimilinu höfum ítrekað orðið fyrir því að þurfa að skila kasúldnum kjúkling til Bónus. Síðast gerðist þetta í fyrradag. Skýringarnar nú voru þær að dreifingaraðilinn væri með lélegan kælibíl.

    SvaraEyða
  6. Get nefnt dæmi.
    Nú hef ég unnið í verslun og þekki
    FIFO = First In First Out.
    Fer oft í bónus og versla enda ódýrast.
    T.d í áleggsborðinu, þá fer ég alltaf yfir dagsetningar. Hef lent að koma niður á útrunnið.

    Fann nokkra pakka með skinku lét vita, hélt að hann tæki það en nei nei ég fann það aftur 5 mín síðar á sama stað.

    Sá þátt í sænska sjónvarpinu um hvernig ICA verslarnina hökkuðu kjöt og seldu aftur eða endur merktu.

    Þeir merktu kjöt með límmiða á botnin og það kom í ljós að þetta var það sama.

    SvaraEyða
  7. Þetta er bara ekkert nýtt.. hef margoft fundið útrunna matvöru í Bónus... jafnvel óvart keypt og skilað og í hvert skipti eru starfsfólkið svo hissa að þetta geti gerst!!!!

    SvaraEyða
  8. Lenti óvart í því í byrjun Ágúst að kaupa Pítusósu í Krónunni sem var útrunnin í Apríl og fattaði ekkert fyrr en ég var búin að nota hana einu sinni.

    SvaraEyða
  9. Sumir gætu verið að rugla expiry date with package date. Varðandi úldinn kjúkling þá er þetta ekki endilega búðinni að kenna. Þeir fá þetta í kössum og setja þetta inn í kæli. Þeir framleiða þetta ekki eða pakka þessu inn. Skýringarnar að dreifingaraðilinn sé með lélegan kælibíl er bara mjög góð enda er það oft aðalástæðan. Best væri að hafa samband við búðina og ef ekkert hefur verið að hjá þeim þá endilega hringja í það fyritæki sem dreifir kjúklingnum og láta þá útskýra.
    Ég er ekki að vinna hjá Bónus en hef unnið í verslun.

    SvaraEyða
  10. Þetta eru svolítið merkilegt.

    Ég ðassa alltaf upp á að kíkja á dagsetningar á matnum sem ég kaupi. Um daginn var ég í lítilli Bónus út landi og er að kaupa forsoðin hrísgrjón í pakka, og sé að allir fremstu pakkarnir í hillunni eru útrunnir. ég fer aftar og finn mér óútrunninn pakka en fer svo til verslunarstjórans og segi að það sé útrunnin vara í hillunni hjá honum og sýni honum pakkann. Hann hrekkur við og segist ætla að fara strax í málið. Viku seinna kem ég aftur í Bónus og hvað sé ég.. auðvitað eru þessu sömu gömlu útrunnu hrísgrjón í hillunni.

    Mér finnstlíka vera vandamál hjá matvöruverslunum að þær passi ekki upp á kjörhitastig matvaranna sem þær eru að selja okkur. Til dæmis lendi ég oft í því að mjólkin sem ég kaupi er beinlínis orðin súr. Dagsetningin er í lagi en það er óþolandi vont bragð af mjólkinni, það er bara vegna þess að varan er ekki geymd við rétt hitastig. Persónulega held ég að þessir "walk-in" kælar dugi ekki til.. og sama eigi þá við um kjötvörurnar. Einhvern tímann kom ég líka í Nóatún og þar hafði greinilega komið sending af mjólkurvörum og þar stóðu 2 bretti af jógúrt og súrmjólk út á miðju gólfi - fyrir framan kælanna, ekki inn í kælinum! Ég tók á einni dósinni á brettinu og hún var heit. Ég labbaði út og fer aldrei í Nóatún Austurveri aftur.

    SvaraEyða
  11. Ég hef oftar lent í því að fá útrunna vöru i Nóatúni í Grafarholti heldur en í Bónus. Samt versla ég mun oftar í Bónus, nota Nóatún svona ef mig vantar eina og eina vöru.

    SvaraEyða
  12. Ég lenti í þessu um daginn í Bónus. Keypti voga ídýfu sem var þá útrunnin fyrir tveimur vikum.

    SvaraEyða
  13. um daginn fann móðir mín brómber í bónus sem voru útrunnin árið 2007, man ekki mánuðinn. Það er frekar rosalegt, þrátt fyrir að þetta sé frosin vara, og þetta var ekki pökkunardagurinn, við athuguðum það.

    SvaraEyða