Mig langaði til að benda á gríðarlega hraða hækkun á SMA þurrmjólk fyrir ungabörn, í Bónus. (Ég hef ekki gert neinn verðsamanburð við neinar aðrar verslanir þar sem ég versla nær eingöngu í Bónus!)
Í lok júlí fórum við í verslunarferð, keyptum 450 gr. dós á ca 485 krónur. Í næstu verslunarferð sem hefur sennilega átt sér stað ca 3 dögum síðar (erum með tvíbura) kostaði 450 gr. dósin ríflega 800 krónur og í gær var dósin komin upp í 995 krónur!!! Það þýðir að kílóverðið af þurrmjólk er komið yfir 2210 krónur! Er það bara ég eða er það óhóflega mikið?
Með kveðju,
Bryndís Garðarsdóttir tvíburamamma!
Vá það er búið að röfla svo mikið um þetta að manni er að vera flökurt. Segi það enn og aftur. Samkvæmt úrskurði neytendasamtakanna(samkeppniseftirlits?) er Bónus óheimilt að greiða með vörunni og því verða þeir að selja hana á kostnaðarverði.
SvaraEyðaSvo kom skýring að mig minnir í neytendahornið í Fréttablaðinu þar sem kom fram hjá forsvarsmönnum Bónus að þetta verð hafi komið til vegna þess að þeir hafi fengið nokkur bretti frá byrgjanum sem voru að renna út. Þannig að þar gátu þeir selt þetta á kostnaðarverði.
hver nennir að athuga verðið á vörunni í útlandinu ?
SvaraEyðaSvo þyrfti að fá ASÍ til að taka þetta inn í matarkörfuna sína. Þá er hætt við að verðið töfraðist niður í búðum.
Þér sem verður flökurt. Þú verður að átta þig á því að það eru ekki allir sem fylgjast með þessari síðu. Þessari tvíburamóður hefur sennilega ofboðið hækkunin og ákveðið að finna síðu þar sem hún gæti látið aðra vita. Gott hjá henni.
SvaraEyðaVerum kurteis :)
Sammála síðasta ræðumanni.
SvaraEyðaTil fróðleiks
SvaraEyðahttp://www.ns.is/ns/frettir/?cat_id=6413&ew_0_a_id=338426