þriðjudagur, 15. september 2009

Decutan - frítt sumsstaðar, en ekki allsstaðar

Langar að benda á stóran mun á innkaupum á lyfinu Decutan sem er mjög mikið notað einkum hjá unglingum og ungu fólki, þetta er lyf sem er notað við bólumyndun í húð. Þeir sem taka þetta lyf þurfa að meðaltali að nota það samfellt í lágmark 4 mánuði og svo allt upp í ár og lengur.
Ég þurfti að kaupa þetta lyf um daginn og komst að því að sum apótek rukka ekkert fyrir það ( sem sé 0 kr) s.s Lyfjaver, Rimaapótek, en önnur eins og Lyfja rukka inn tæpar 1800 kr fyrir mánaðaskammt. Ég gerði ekki markvissan verðsamanburð en fannst þetta sláandi einkum þar sem það er ungt fólk með takmörkuð fjarráð sem er að nota þessi lyf.
Kv, Heiða

5 ummæli:

 1. Voða er það asnalegt.. ég var einmitt að kaupa þetta á 1800kr og fannst það nokkuð góður díll.. hefði frekar vilja borga 0kr

  SvaraEyða
 2. Hvernig borgar maður 0 krónur?

  SvaraEyða
 3. Maður borgar 0 krónur auðvitað með 0 krónu seðlinum. Ég held það sé mynd af Ólafi Ragnari á honum.

  SvaraEyða
 4. Ég hef fengið þetta frítt bæði í Lyfjavali Álftamýri 1-5 og svo bílaapótekinu sem er fyrir ofan Smáralind.

  SvaraEyða
 5. Ég hef góða reynslu bæði af Lyfjavali og Rima apóteki. Ég passa mig á því, að fara ALDREI í apótek Karls Wernerssonar en það eru Lyf og heilsa, Apótekarinn og Skipholtsapótek. Ég skil ekki að enn skuli vera til fólk, sem verzlar við hann, eins og hann hefur leikið þjóðina grátt.

  SvaraEyða