Sýnir færslur með efnisorðinu Lyfjaver. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Lyfjaver. Sýna allar færslur

mánudagur, 25. júní 2012

Heimskuleg verðlagning apóteka


Fór í Lyfjaval til þess að leysa út svefnlyf, 10 töflu spjald í pakka og rak upp stór augu þegar ég fekk ca 1400 kr rukkun við afgreiðsluborðið því að fyrir fullan skammt (30 töflur) hef ég vanalega borgað nokkrum hundraðköllum minna. 


Eins er farið í Apótekaranum þegar ég í fússi fór þangað til að fá töflurnar á betri kjörum. Er eðlilegt að borga meira fyrir minna og minna fyrir meira? Skrýtið!


Ágúst

föstudagur, 26. febrúar 2010

Fyrning lyfja - Lyfjaver

Mig langar til að segja þér frá viðskiptaháttum Lyfjavers. Þau stæra sig af lágu vöruverði lyfja sem er oft rétt.
Það er samt ekki skrýtið að þau séu að halda vöruverði lágu þegar þau eru að ræna suma kúnna sína.

Þetta er saga mín :
Ég þarf að fá B-12 vítamín sprautur (Vibeden) á 2ja mánaða fresta. Almennt er þetta lyf gefið á 2ja-3ja mánaða fresti. Núna er ég ólétt og því liggur enn meira við að ég fái reglulega þessar sprautur.
Bruna ég því í ódýra apótekið, Lyfjaver, til að kaupa mér nýjan skammt.
Í hverri pakningu eru 5 "ambúlur" til að sprauta sig með. Hver sem er getur séð út að á 2ja mánaða fresti þá duga 5 ambúlur samtals í 10 mánuði.
Ég versla þessar 5 ambúlur í pakka og fer með til hjúkkunar til að láta sprauta mig. Hún bendir mér á að lyfið renni út í maí 2010 og þar sem ég kaupi lyfið í lok febrúar 2010 þá geti ég bara notað 2/5 ambúlunum.
Þetta þótti henni mjög skrýtið og mér líka. Bruna ég því aftur í apótekið og bendi þeim á þetta. Þau bera fyrir mig að þau megi alveg selja lyf með fyrningartíma sem er 3 mánuðir og því sé þetta í lagi. Þau segjast bara eiga þetta lyf með þessum fyrningartíma. Ég hringi því í heildsalan og spyr afhverju þetta sé og þá skilst mér að nýr fyrningartími (langt fram árið 2011) sé kominn fyrir einhverju síðan.
Til að gera langa sögu stutta þá neitar Lyfjaver að leyfa mér að skila þessu inn og fá nýtt í staðinn. Þau létu mig ekki vita þegar ég borgaði að fyrningartíminn væri svona stuttur og þau hafa bara verið með skæting við mig. Bæði Lyfja og Lyf og Heilsa segja mér að þau hafi leyft sínum kúnnum að skila inn lyfjum þegar svona stendur á.
Þetta lyf er frekar dýrt (ca. 6.000) og er ég því að borga núna rúmlega 3.000,- fyrir hverja sprautu í stað þess að borga rúmlega 1.000,-.
Ég á ekki til orð yfir þetta rán og óréttlæti og skil ekki hvernig apótekinu dettur í hug að selja fólki þetta undir þessum kringumstæðum.
Þetta er eins og að selja þunglyndissjúkling 30 töflur af einhverju lyfi en einungis sé hægt að nota 10 af þeim !
Með bestu kveðjum,
Hanna

mánudagur, 12. október 2009

Fríhöfnin er svo sannarlega engin fríhöfn

Ég get ekki á mér setið að leggja orð í belg á okursíðunni.
Fríhöfn okkar Íslendinga er svo sannarlega engin fríhöfn.
Var á leið í gegnum Fríhöfn okkar Íslendinga í s.l. viku. Rak þá augun í "Saga pro" pillur, sem eiginmaðurinn tekur reglulega og hugsaði með mér að þetta hlyti að vera ódýrara hér en í bænum. En því fór aldeilis fjarri, pakkinn kostaði kr. 2.700 k. Mér dauðbrá og hætti við að kaupa.
Í dag keypti ég þessar pillur í Lyfjaveri-apoteki á kr. 1.794 pakkann.
Þetta er Íslensk framleiðsla og blöskrar mér okrið í Fríhöfninni.
Húsmóðir í Garðabæ.

þriðjudagur, 15. september 2009

Decutan - frítt sumsstaðar, en ekki allsstaðar

Langar að benda á stóran mun á innkaupum á lyfinu Decutan sem er mjög mikið notað einkum hjá unglingum og ungu fólki, þetta er lyf sem er notað við bólumyndun í húð. Þeir sem taka þetta lyf þurfa að meðaltali að nota það samfellt í lágmark 4 mánuði og svo allt upp í ár og lengur.
Ég þurfti að kaupa þetta lyf um daginn og komst að því að sum apótek rukka ekkert fyrir það ( sem sé 0 kr) s.s Lyfjaver, Rimaapótek, en önnur eins og Lyfja rukka inn tæpar 1800 kr fyrir mánaðaskammt. Ég gerði ekki markvissan verðsamanburð en fannst þetta sláandi einkum þar sem það er ungt fólk með takmörkuð fjarráð sem er að nota þessi lyf.
Kv, Heiða