Sýnir færslur með efnisorðinu Fríhöfnin. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fríhöfnin. Sýna allar færslur

mánudagur, 23. nóvember 2009

Dýrara í Fríhöfn en Bónus

Ég vil benda á okurverð á sælgæti í fríhöfninni m.v. verslanarnir í landinu.
Það er alveg með ólikindum að borga meira fyrir sælgæti í fríhöfninni þar sem eru hvorki VSK eða vörugjöld en í almennri verslun.
Ég keypti Mackintosh box, 675 gr í fríhöfninni sem kostar 1.999 kr (ennþá svona skv. vefsíðu þeirra) en ég sé í Bónus auglýsingu í morgun að Mackintosh box, 1,1 kiló kostar 1.598 kr hjá þeim.
Mér finnst að það sé svindlað á neytendum sem hugsa að það er auðvitað ódýrara í fríhöfninni þar sem það er „tax-free“. En svo er það ekki í raun. Það væri fróðlegt að reikna hvað þau setja mikla álagningu á þessar vörur.
Mér finnst rétt að birta þetta til að vekja athygli landsmanna á þessum neytandasvikum!
Takk,
Caroline

mánudagur, 12. október 2009

Fríhöfnin er svo sannarlega engin fríhöfn

Ég get ekki á mér setið að leggja orð í belg á okursíðunni.
Fríhöfn okkar Íslendinga er svo sannarlega engin fríhöfn.
Var á leið í gegnum Fríhöfn okkar Íslendinga í s.l. viku. Rak þá augun í "Saga pro" pillur, sem eiginmaðurinn tekur reglulega og hugsaði með mér að þetta hlyti að vera ódýrara hér en í bænum. En því fór aldeilis fjarri, pakkinn kostaði kr. 2.700 k. Mér dauðbrá og hætti við að kaupa.
Í dag keypti ég þessar pillur í Lyfjaveri-apoteki á kr. 1.794 pakkann.
Þetta er Íslensk framleiðsla og blöskrar mér okrið í Fríhöfninni.
Húsmóðir í Garðabæ.

mánudagur, 28. september 2009

Fríhöfnin stendur ekki undir nafni

Mig langar að koma á framfæri að ekki er allt sem sýnist með að vörur sem seldar eru í Leifsstöð í Duty Free við komu til landsins séu ódýrari en í verslunum ELKO og ætti fólk að athuga verðlag í ELKO ef það ætlar að kaupa eitthvað við komu til landsins áður en það fer til að bera saman.
Ég var að koma til landsins aðfaranótt fimmtudags og var að spá í þráðlausan síma að Panasonic gerð og spurði afgreiðslumanninn hvort þetta væri eitthvað ódýrara en út úr búð í borginni og hann svaraði að það ætti allavega að vera skattinum ódýrara svo ég keypti símann á 10.999,- kr.
Viti menn þegar ég kom heim rak ég augun í ELKO blað og þar var nákvæmlega sami síminn auglýstur á 9.995,- kr. eða 1004 krónum ódýrari. Miðað við þetta verð hefði síminn ekki átt að kosta meira en 8.028,- kr. í Fríhöfninni.
Það borgar sig að athuga verð í verslun ELKO áður enn maður fer og hefur í huga að versla tæki í fríhöfninni.
Fríhöfnin virðist ekki standa undir nafni sem fríföfn!!
Virðingarfyllst,
Reynir Björnsson

föstudagur, 11. september 2009

Mikil hækkun á smávindlategund í Fríhöfninni

Ég sendi inn á síðuna athugasemd í fyrra vegna mikillar hækkunar tóbaks í fríhöfninni í Leifstöð, frá júlí fram í september 2008. Þá hafði smávindlategund sú sem ég reyki, hækkað úr 1.590 kr. kartonið í 1.899 kr. á tveimur mánuðum. Þetta þótti greinilega ekkert ýkja merkilegt á þessum tíma og man ég að það barst sú athugasemd frá einhverjum lesenda síðunnar að þetta væri nú bara eðlileg hækkun vegna lækkunar á gengi íslensku krónurnar. En nú er áhugavert að rekja framhald þessarara sögu því ári siðar, eða í júlí 2009 er þetta sama karton komið upp í 3.599 og nú í september kostar það 4.199 kr. Ég veit að sumum finnst í lagi að hækka tóbak að vild en þetta finnst mér slá flestar hækkanir út. Júlí 2008: 1.590 kr. - september 2009: 4.199 kr. Það gerir víst 264 % hækkun á rúmu ári! Sem betur fer hefur krónan nú ekki fallið svona mikið. Ég hef ekki skoðað aðrar vöru í fríhöfninni en það gæti verið athyglisvert.
Bestu kveðjur með þökk fyrir góða síðu,
Sigurður Einarsson