mánudagur, 23. nóvember 2009

Dýrara í Fríhöfn en Bónus

Ég vil benda á okurverð á sælgæti í fríhöfninni m.v. verslanarnir í landinu.
Það er alveg með ólikindum að borga meira fyrir sælgæti í fríhöfninni þar sem eru hvorki VSK eða vörugjöld en í almennri verslun.
Ég keypti Mackintosh box, 675 gr í fríhöfninni sem kostar 1.999 kr (ennþá svona skv. vefsíðu þeirra) en ég sé í Bónus auglýsingu í morgun að Mackintosh box, 1,1 kiló kostar 1.598 kr hjá þeim.
Mér finnst að það sé svindlað á neytendum sem hugsa að það er auðvitað ódýrara í fríhöfninni þar sem það er „tax-free“. En svo er það ekki í raun. Það væri fróðlegt að reikna hvað þau setja mikla álagningu á þessar vörur.
Mér finnst rétt að birta þetta til að vekja athygli landsmanna á þessum neytandasvikum!
Takk,
Caroline

2 ummæli:

  1. Var að koma í gegn um Fríhöfnina og keypti mér Mackintosh 2,9 kíló á kr. 2.999.
    Mér finnst það nú allveg frábært verð :)
    Vildi bara koma því á framfæri líka,
    Kveðja ,
    Gunnar Ólafsson

    SvaraEyða
  2. Bara að benda á að "Tax Free" þýðir ekki það sama og "á kostnaðarverði", en hins vegar þegar Bónus auglýsir gott tilboð þá eru þeir jafnvel að leggja niður alla álagningu á tilboðsvörunni til að lokka fólk inn, fá svo framlegðina til baka á öðrum vörum sem fólk kaupir í leiðinni (það er jú tilgangurinn með öllum þessum tilboðsbæklingum og heilsíðuauglýsingum sem við fáum inn um lúguna í viku hverri). Það er ósanngjarnt, og nánast eins og að bera saman epli og appelsínur, að bera saman verð í einni verslun við tímabundið tilboð í annarri.

    SvaraEyða