Halló, ég hef verið fastakúnni á Krua Thai í nokkur ár. Ég hef alltaf verið mjög ánægður með þjónustuna, verði og matinn. Hann hefur verið vel útilátinn og mjög góður á mjög sanngjörnu verði.
Sérstaklega hef ég verið ánægður með staðinn í Tryggvagötu.
Þó verðið hafi farið hækkandi um einn og einn hundraðkall síðan ég byrjaði að versla hef ég þó haldið tryggð við staðinn þar sem ég hef verið það ánægður með matinn og þó að skammtastærðirnar og gæði og fjöldi kjúlingabita í réttunum hafi verið mismunandi var ég ekkert að kippa mér upp við það því verðið var svo gott.
Nú er verðið komið upp í 1400 kr fyrir núðlurétt og ennþá gæði réttanna mismunandi dag frá degi og ef eitthvað er hafa skammtastærðirnar minnkað líka.
Mér finnst nú bara að þegar verðið er komið upp í 1400 kr fyrir réttinn þá eigi magnið og gæðin að vera skilyrðislaust þau sömu og þau hafa verið í gegnum árin.
Ég er líka síður tilbúinn til að láta það gott heita þótt kjúklingabitarnir séu færri og góðu bitarnir ekki eins margir þegar verðið er orðið 1400 kr.
Staðreyndin er sú að ég er farinn að fara mun sjaldnar á Krua Thai bæði í Tryggvagötu og Bæjarlind vegna þessa og meira að segja farinn að velja frekar aðra staði en Krua Thai þegar ég er í nágrenninu.
Mér finnst þetta mjög miður þar sem ég hef verið tíður gestur og aðdáandi staðarins í mörg ár.
kv, Gestur
Ég hef verið að mæla með Krua Thai en það er soldið síðan ég hef farið þangað. En ef að gæðin eru farin að minnka þá vil ég benda á Kínahofið við hliðina á American Style á Nýbýlavegi í Kópavogi. Við fjölskyldan höfum verið fastagestir síðan staðurinn opnaði fyrir rúmlega 20 árum alltaf sami eigandinn og aldrei klikkað eða dalað. Mamma fór með ömmu fyrir 2 vikum og var virkilega ánægð með öndina sem þær fengu sér.
SvaraEyðaEr sá "nafnlausi" sem skrifar fyrsta commentið kannski tengdur Kínahofinu á einn eða annan hátt?
SvaraEyðaÉg á eftir að prófa að versla við Kínahofið. Held ég sleppi því þegar maður les svona ómerkilegar auglýsingar frá viðkomandi.
HÆTTIÐ ÞESSU!!!!!!!!!!!! Það má ekkert segja hérna um eitt né neitt og þá er maður strax orðinn tengdur aðili.
SvaraEyðaDr.Gunni:
Hvað er hægt að gera til þess að þessi tortryggni hætti þetta er orðið óþolandi. Maður kannski reynir að vera jákvæður og bendir á staði sem maður hefur mjög góða reynslu af í gegnum tíðina nú síðast Kínahofið,Krua Thai og svo fuglaræktandinn Tjörvi og þá fær maður svona skítkast. Óþolandi!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég vísa til fyrri umræðu sem varðar slöpp gæði á Nings.
SvaraEyðaTek ég þar skýrt fram að ég tengist ekki staðnum á einn eða annan hátt. Ég var bara að reyna að vera jákvæður og benda á Nings sem stað sem ég hef haft mjög góða reynslu af.
Það líða 10 mín, þá kemur komment þar sem viðkomandi sakar mig um að vera starfsmann Nings að mæla með staðnum.
TEK ÞAÐ SKÝRT FRAM AÐ ÉG VINN EKKI Á NINGS! ÉG ÞEKKI EKKI TIL STAÐARINS! EINA SEM ÉG VEIT UM STAÐINN ER AÐ ÉG BORÐA ÞARNA Í HÁDEGINU NÁNAST DAGLEGA! ÉG HEF ALLTAF VERIÐ ÁNÆGÐ MEÐ ÞÆR VÖRUR OG ÞJÓNUSTU SEM STANDA MÉR TIL BOÐA ÞARNA!
Mér fannst réttlátt að hið jákvæða fengi að koma fram um Nings í umræðunni, ekki bara hið neikvæða.
Í umræðunni kom sami aðilinn trekk í trekk að drulla yfir Nings og mæla í staðinn með Krua Thai og Kínahofinu. Maður skyldi halda að um starfsmann eða eiganda væri að ræða.
Ég ætla allavega að prófa fleiri kínverska staði og bera saman við þá sem ég hef prófað.
Ég mun hiklaust koma með gagnrýni hingað inn.
Ég saka engan um að vera starfsmann hjá einum eða neinum eða vera tengdur á nokkurn annan hátt en mér finnst bara alveg fullt af asískum stöðum með meiri þjónustu,betra verð og síðast en ekki síst betri mat en Nings. Takk fyrir.
SvaraEyðaHvað er hægt að gera? Bara sleppa því að láta eitthvað skítkast (nafnlaust þar að auki) hafa áhrif á sig. Fólk fær instant Tourette sjúkdóminn ef það getur blaðrað eitthvað nafnlaust á netinu.
SvaraEyðaKveðja, síðuhaldari
Er einlægur aðdáandi tælenskrar matargerðar og veitingastaðarins Krúa thai, (nei, ekki eigandi, hef ekki unnið þar...þekki engan sem vinnur þar) og verð að segja að þótt það hækki um nokkur hundruð er maturinn þess virði að mínu mati. Tvímælalaust besti tælenski í Reykjavík. Besti tælenski í heimabæ mínum Keflavík heitir hins vegar Thai Keflavík (aftur, engin tenging þar við). Ódýr og góður, og það má alveg mæla með ferð í Kef. fyrir þá sem fíla tælenskan mat.
SvaraEyðaÉg er sammála Heiðu. Það vill svo til að ég vinn uppí Hlíðarsmára í Kópavogi. Ég borða mjög oft úti í hádeginu. Ég hef prófað bæði Nings og Krua Thai. Mér finnst ekki vera mikill munur á þessum stöðum. Þeir eru mjög svipaðir.
SvaraEyðaÉg hef tekið eftir því hjá Krua Thai að maður fær ekki nóg af hrísgrjónum (svo sem ekki einsdæmi á veitingastað). Mér finnst þetta svo skrítið því hrísgrjón eru það langódýrasta af matnum. Það sakar ekki þegar maður er á veitingastaðnum og getur beðið um meir en er hundfúlt þegar pantað er heim.
SvaraEyðaAnnars þykir mér Ban Thai (rétt hjá Hlemmi) besti tælenski veitingastaðurinn, það er bragð af matnum þar. Þeir eru reyndar líka dýrari (og meira kósý) en Krua Thai en ég hef bara orðið fyrir svo miklum vonbrigðum með Krua Thai síðustu skiptin sem ég hef pantað þaðan.
Sólveig
Sólveig prísaðu þig sæla með það að fá takmarkað af grjónum :).
SvaraEyðaÞetta er ekkert nema kolvetni. Og þau enda bara á einum stað.....á rassinum!
Ban Thai er annars hörmulegur staður. Ég fór þangað einu sinni og ætla ekki aftur. Þurfti að bíða
Kannski langar hana að fá stærri rass? Ef fólk vill fá meira af hrísgrjónum þá ætti hvar þau enda á líkamanum ekkert að koma því við. Annars þá hefur fólk mismunandi smekk og það sem einum finnst ógeðslegt finnst kannski öðrum æðislegt og starfsfólk er oft mjög misjafnt líka, sumir eru kannski óheppnir og lenda á starfsmönnum sem eru bara ekki að nenna þessu meðan aðrir hitta á þá sem hafa metnað fyrir starfinu.
SvaraEyðaKemur mér á óvart að enginn hérna sé búinn að minnast á Núðluhúsið. Vinir mínir sem hafa ferðast til Tælands vilja meina að þetta sé miklu betra en Krua Thai.. ég hef verið örlítið hrifnari af Krua Thai og benti mömmu þangað en þá nota þeir víst MSG sem hún er viðkvæm fyrir og mér skilst að sé algjört eitur ..minnir endilega að Núðluhúsið sé með skilti upp á vegg þar sem segir að ekkert msg sé notað. Þeir eru fyrir ofan Bónus á Laugaveginum fyrir þá sem ekki hafa komið þangað. Verðin eru svipuð og á Krua, aðeins ódýrari jafnvel og vel útilátið.
SvaraEyðaMæli með Kínahofinu
SvaraEyðaNúðluhúsið á laugaveg er lang besti thælenski staðurinn sem ég hef prófað
SvaraEyða