Það er eitt sem ég ætlaði nú alltaf að skrifa um hérna en hreinlega bara gleymdi.
Þar sem jólin koma senn þá rifjast þetta upp fyrir mér.
Þarsíðustu jól (jólin 2007) í desember fór ég í dýraríkið og ætlaði að fá mér páfagauk, þar sem ég hafði átt fugl áður og átti búr þá ákvað ég að gera búrið bara alveg klárt heima og raðaði öllu í það. Matardöllum, vatnsdöllum og leikföngum áður en ég lagði af stað til að kaupa fuglinn til þess að láta greyið nú ekki bíða í pappakassa á meðan búrið væri að verða klárt.
Mætti svo í dýraríkið og ætlaði að fá mér fugl en fékk þá þær upplýsingar að í desember væri ekki hægt að kaupa nein gæludýr nema kaupa búr og fylgihluti með og að þetta væri bara regla í desember.
Hvað er að liðinu sem stjórnar þarna, þeir eru stórlega búnir að tapa á þessu því núna síðustu 2 ár hef ég bara sagt fólki sem ég þekki sem er að fara að fá sér gæludýr að sniðganga dýraríkið vegna svakalegrar græðgi í þeim sem þar stjórna. Að þvinga fólk til þess að kaupa sér búr með öllum gæludýrum bara af því að það var desember!
Desember 2007 var líka í síðasta skipti sem ég fór þarna inn og ætla mér aldrei þangað aftur og hef svo sannarlega staðið við það.
Hef líka alveg látið vini og kunningja vita af þessu sem blöskruðu þessi græðgi í þeim sem reka dýraríkið.
Fór vitaskuld bara í aðra gæludýrabúð og fann æðislegan páfagauk þar, læt sko ekki fégráðugt fólk þvinga mig til þess að kaupa búr af því það sé desember.
Fyrir utan það hvað allt er dýrt þarna, þessi búð ætti að heita Dýraokrið en ekki dýraríkið.
Ætlaði að vera búinn að láta vita af þessu fyrir lifandis löngu en bara gleymdi því.
Kveðja,
Páfagaukaeigandi
Hef lent í svipuðu þarna. Helvítis okurbúlla.
SvaraEyðaKeypti mús fyrir köttinn minn. Gervimús þ.a.s.
Kisi varð fárveikur eftir að hafa bitið í músina.
Hann þurfti að leggjast inná dýraspítalann í nokkra daga útaf einhverju efni sem hann þolir ekki sem var í þessum músum.
Þegar ég ætlaði að skila mýsnum og fá endurgreitt þá mætti mér ekkert nema algjör dónaskapur frá eiganda verslunarinnar. Það skipti hann engu máli þótt ég væri með skýrslur frá dýralækninum í höndunum um að kisi hefði orðið veikur af músinni sem ég keypti hjá honum.
"Þú ert búinn að taka upp hlutinn og nota hann" Af hverju á ég að endurgreiða þér hann!?
Mun sniðganga þessa okurbúllu for the rest of my life!
Mæli með að fólk athugi Tjörva fuglaræktanda á Borgarholtsbraut 20 Í Kópavogi(beint á móti bakarínu sem er hliðina á sjoppunni beint á móti Sundlaug Kópavogs). Fyrirtækið heitir Furðufuglar og Fylgifiskar. http://www.tjorvar.is
SvaraEyðaEr sérfræðingur um alla fugla og hefur sér blandað fóður og fleira fyrir fuglana. Er mjög liðlegur í að svara spurningum sem fólk hefur.
Auglýsing?
SvaraEyðanei ég er bara ánægður viðskiptavinur
SvaraEyðaJá og kanski góð ábending fyrir okkur hin sem vitum ekki betur, mæli með fleiri svoleiðis athugasemdum !
SvaraEyðaÞað eru til nóg af dýrabúðum á höfuðborgasvæðinu. Dýraríkið er bara ein þeirra og er dýrust. Ég mæli með að versla annars staðar. Dýraríkið þarna hjá Ikea er með gott úrval af dýramat og soles en úrvalið af dýrunum sjálfum er ekkert spes - fleiri dýr annars staðar og ódýrara.
SvaraEyðaTjörvi er æðislegur. Mæli með viðskiptum við hann. Kv. Fuglavinur
SvaraEyðaHef keypt fugl í Dýraríkinu og svo líka einn hjá Tjörva og þvílíkur munur að versla við Tjörva. Fuglarnir hans eru líka handmataðir en ekki í Dýraríkinu.Fuglinn úr dýraríkinu hefur alltaf verið streassaður en alls ekki fuglinn frá Tjörva.
SvaraEyðaÉg svitna í þau fáu skipti sem ég versla í Dýraríkinu (sem gerist bara í neyð um helgar). Ég keypti sagkögglapoka þar nýlega (8 ltr) fyrir 3.300. Fæ jafnstóran poka í litlu hverfisgæludýrabúðinni á 2.200 kr. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum frá mér.
SvaraEyðaTveir fyrrum starfsmenn Dýraríkisins stofnuðu Dýragarðinn í Síðumúla. Mæli með þeim fyrir fiskaunnendur, góð þjónusta og ágæt verð.
SvaraEyðaFriðrik
Þeir selja væntanlega ekki dýr í desember svo að fólk sé ekki að kaupa þau til að gefa í jólagjöf. Sama relgan mætti gilda yfir kanínur yfir páskana, að mínu mati.
SvaraEyðajú það stendur að þau seldu alveg dýr bara þú þyrftir að kaupa búr og alles með.
SvaraEyðaætli það sé ennþá..hmm
Það er líka allt óþarfanlega dýrt þarna
SvaraEyðaÞað er eitt að reka verslun með starfsfólki sem þarf að borga laun og annað að vera með bílskúrs sölu þar sem búin fyrir fuglana eru það lítil að þeir geta ekki snúið sér við, fólk lítur framhjá öllu svoleiðis ef þeir þurfa bara að borga nógu andskoti lítið fyrir vörunar. Ættuð að skammast ykkar,
SvaraEyðaBára hræsni!
Þurfið ekki nema Google tjorvar til að fá myndir af búrum og aðstæðum sem fuglar þar búa við!
Ég er með nokkuð stórt fiskabúr ( 576 ltr )sem ég keypti hjá Tjörva. Fiskana í búrið Malawi Cichlids keypti ég einnig hjá Tjörva.Tjörvi er topp maður að versla við.
SvaraEyðaÉg þekki ekkert til Dýraríkisins.Eflaust eru aðrar gæludýraverslanir góðar, en þar sem ég fæ góða þjónustu held ég mig við þá verslun.Svo er Tjörvi afskaplega fróður um það sem hann er að selja.