sunnudagur, 1. nóvember 2009

Seríur og perur

Ég á 12v 80 ljósa jólaseríu, það eru margar perur brotnar eða sprungnar. Ég fór í húasmiðjuna þar sem serían er keypt ætlaði að kaupa perur fann 3 í pakka vantaði verð á pakkann svo ég fór á kassann til að athuga verð. Pakkinn kostaði 599kr. Mér fannst þetta vera frekar dýrt að borga 200kr. fyrir stykkið á lítilli 12v peru (kanski er ég bara nískur). Ég fór í byko til að athuga með perur, þeir voru ekki búnir að fá perur en ég skoðaði seríur fann seríur með samskonar perum (12v 3w) 20 ljósa sería kostaði á milli 4300-4400kr og sennilega eru auka perur með seríunni. Það kostar svipað að kaupa auka perur í 3 í pakkningu eða seríu hirða perurnar og henda seríunni.
Kveðja,
Ívar

1 ummæli:

  1. Vill benda á LED seíurnar, endast miklu lengur.

    SvaraEyða