Ég vil koma á framfæri því sem ég tel gróft okur hjá apótekinu Lyfjavali í Mjódd. Lyfjaval hefur státað sig af því að vera ódýrir en í þessum tilfellum var það sko alls ekki svo.
Dæmi 1: Medela frystipokar fyrir brjóstamjólk, 20 stk. Pakkinn kostar 4200 í Lyfjavali en 2925 í versluninni Móðurást.
Dæmi 2: Nuk peli, 300ml. Pelinn kostar 1490 í Lyfjavali en 920 í Nettó (sem er einmitt hinum megin við ganginn frá Lyfjavali í Mjódd).
Ég verzla alltaf í Rima apóteki. Þeir eru ódýrastir í lyfjunum alla vega og liðlegir í samskiptum. Mikið er ég fegin að þú fórst ekki í apótek Karls Wernerssonar, Apótekarann, Lyf og heilsu né Skipholtsapótek. Hann á sko ekki skilið að fólkið í landinu verzli við hann eftir það sem hann er búinn að gera þjóðinn, enda kemur Lyf og heilsa alla jafna dýrast út úr verðkönnunum.
SvaraEyðaMálið er samt að 2925 er líka fáránlegt verð fyrir þessa litlu plastpoka. Ég fann aðeins ódýrari poka frá Lansinoh (25 stk í 2600 minnir mig) þegar ég var að versla mér svona poka í maí. Síðan fór ég í ferðalag til Bandaríkjanna í sumar og rakst á svona poka í búð, Medela pokarnir voru á $14 með skatti og Lansinoh voru á $6.5 með skatti (verðin sem fólk sér á netinu hjá Bandarískum síðum eru alltaf án skatts, hann er misjafn eftir ríkjum en oft um 7%). Hvernig stendur á því að varan þarf að vera 3 sinnum dýrari út úr búð hér.
SvaraEyðaSólveig