mánudagur, 2. nóvember 2009

Slöpp gæði á Nings

Við félagarnir fórum á Nings í Kópavogi og tókum matinn með okkur.
Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með gæðin á kjötinu í réttunum.
Ég panntaði rétt nr. 45 sem er lambakjöt og smakkaðist lambakjötið
eins og 2. flokks súpukjöt.
Félagi minn fékk sér rétt nr. 34 sem er kjúklingur og sagði hann réttinn
smakkast bara mjög illa og er það í annað skipti sem hann fær ekki
góðan kjúkling, eins og þetta séu afgangskjöt af leggjum og lærum.
Samtals borguðum við yfir 4000 krónur.

Vildi ég bara koma þessu að þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti
sem við fáum lélegt hráefni á þessum stað. Okkur var sagt í fyrra
skiptið að réturinn ætti að smakkast svona og við urðum að sætta okkur við
það, en ekki tvisvar sinnum í röð.

Árni Vigfús Magnússon

43 ummæli:

  1. Já ég fer ekki á Nings. Frekar fer ég á Krua Thai í Bæjarlind í Kópavogi eða Kínahofið á Nýbýlavegi(hliðina á American Style). Miklu betri matur á svipuðu ef ekki ögn lægra verði og þó þú þurfir að bíða aðeins lengur en á Nings er það líka þess virði því maturinn er heitari og ferskari.

    SvaraEyða
  2. Sammála, Nings er ógeð í samanburði við Krua Thai.

    SvaraEyða
  3. Hef lent í þessu líka, fer ekki á nings aftur. Menn láta vel af austurlandahraðlestinni en ég hef ekki prófað..

    SvaraEyða
  4. Það er frábær kínamatur á stað sem heitir Tían á Grensásvegi. Ótrúlega svipað og á gamla Indókína (blessuð sé minning þess góða staðs)

    Nings er eitthvað sem fólk á að forðast.

    SvaraEyða
  5. Er alveg búinn að gefast upp á Nings - og þeir dirfast að kalla þetta "alvöru" kínamat!

    SvaraEyða
  6. Ef þú villt borga mikið fyrir lítið sem ekkert þá endilega fara á Nings. Bæði litlir skammtar og lélegt hráefni.

    SvaraEyða
  7. Einu "Kínversku" staðirnir sem Kínverjar búsettir á Íslandi og Kínverskir ferðamenn sækja eru Kínastaðurinn á Reykjavíkuvegi í Hafnafirði og Asía á laugavegi

    SvaraEyða
  8. Ég pantaði mér einu sinni núðlur með kjúkling á Nings og það var bragðlaust og kalt. Ég er sammála flestum sem kommenta hér, ég hef ekki verslað við Nings eftir að ég fékk kaldan mat og sama gildir um vini og vandamenn; þeir vita að gæðin eru fyrir neðan allar hellur. Ég er sammála þeim sem bentu á Krua Tai, Tian og staðinn á Reykjavíkurvegi, þetta eru góðir staðir. Einnig finnst mér gæðin á Rikki Chan í Kringlunni hræðileg, ég keypti mér einu sinni 3 rétti þar og það voru mistök...

    SvaraEyða
  9. Það var nú sagt frá því fyrir nokkrum árum að aðstandendur einhvers kínastaðar væru að leita í rusli að hráefni og hefðu verið gripnir. Ekki fór sögum að því hvaða staður þetta var en gæti það verið einhver af þeim stöðum sem nefndir hafa verið ?

    SvaraEyða
  10. Borðaði fyrir stuttu á Nings nálægt Gullinbrú.
    4 réttir úr borðinu misvondir og einn óætur.
    Það er alveg ljóst að það er sko ekki verið að splæsa neinu gæðakjöti á þeim stað. Ekki eins og þetta sé sérlega ódýrt. Aldrei aftur.

    SvaraEyða
  11. Nings er bara viðbjóður og hefur verið í langan tíma

    SvaraEyða
  12. Þið sem eruð að setja útá nings, athugið þetta.
    Hef oft verslað á Nings og er alltaf sátt.
    Ég hef fengið kaldan mat í eitt skipti. Ég hringdi þá í Nings og fékk samband við vaktstjóra sem var mjög almennileg við mig og bætti mér matinn. Seinni skammturinn var betri. :-)
    Ég hef einnig unnið á Nings. Ég veit að eigendur og yfirmenn staðarins vilja fá að heyra ef fólk er ósátt. Ég vil því hvetja alla þá sem hér eru að lýsa reynslu sinni af viðskiptum við Nings að hafa samband við vaktstjóra staðarins sem kemur kvörtuninni áleiðis.

    Góðar stundir. :-)

    SvaraEyða
  13. Ef maður fær ekki fullkomlega góðan mat ekki einu sinni og ekki tvisvar heldur a.m.k. þrisvar þá hlýtur að vera eitthvað að. Og þú þarna sem hefur unnið þarna,þjónustan er heldur ekki til þess að hrópa húrra fyrir og mætti vera meiri(þjónað meira til borðs líka) fyrir þennan pening og almennur hressleiki myndi ekki skemma fyrir.

    SvaraEyða
  14. Ég er sammála flestum kommentum hér að ofan. Þessi staður hefur ekki staðið undir auglýstum gæðum í mörg ár. Maður myndi kannski horfa framhjá einu og öðru ef þetta væri verulega ódýr staður, sem hann er svo snnarlega ekki.

    SvaraEyða
  15. Fyrrum starfsmaður segist vita að eigendur vilji vita af óánægju gesta, til hvers ? Jú þeir sem kvarta, og það eru fæstir, fá eitthvað bætt. En lagast maturinn almennt, batnar hráefnið ? Held ekki.
    Það er alltof vont orðspor komið á þessa staði til að það sé tilviljun og það ætti að valda eigendum talsverðum áhyggjum.
    En við höfum val og skiptum bara við þá sem standa sig.

    SvaraEyða
  16. Sammála - vont hráefni og vond matreiðsla á Nings. Bragðlaust og kalt. Enda er ég steinhættur að versla við þá. Krua Thai er geðveikt gott (í Tryggvagötu) svo prófaði ég Hraðlestina um daginn í Kópavogi og það var líka mjög gott.

    SvaraEyða
  17. Hefur einhver annar en ég tekið eftir því að þegar að maður kaupir tilboðið frá þeim sem inniheldur djúpsteikar rækjur, eggjanúðlur og kjötrétt þá fær maður kjötréttinn í boxi og í boxinu er voða lítið kjöt en aðallega risastórir bitar af papriku og öðru grænmeti? Þetta tilboð kostar 2.900 og 3.100 kr. (2 mismunandi tilboð).

    SvaraEyða
  18. Hætti að versla við Nings fyrir tveim árum eftir ömurlegan mat og enn verri þjónustu í Hlíðarsmára.. Greinilega ekkert breysts síðan !!!

    SvaraEyða
  19. Ég held nú að þessi sem kommentaði hér fyrir ofan og hefur unnið á Nings sé einfaldlega ekki góðu vanur/vön fyrst viðkomandi er "alltaf sáttur" með matinn. Mér finnst það nú ekki benda til þess að gæðin á Nings séu ásættanleg fyrst að nú þegar hafa 18 manns talað illa um staðinn bara á þessari síðu. Svo bendir viðkomandi fólkinu á að hafa samband við vaktstjóra ef eitthvert ósætti er í gangi. Ég held að vaktstjórar Nings þurfi þá að fá sér ritara því nóg verður af kvörtununum ef allir fara að hringja og tuða. -Og til hvers? Það er ekki eins og vaktstjórarnir hugsi bara "úps haha, já nú förum við að elda góðan og heitan mat..." Nei. Og líkt og einn bendir á hér að ofan er það augljóst hvað verið er að drýgja réttina með risavöxnum paprikubitum og öðru grænmeti. Það er ekki eins og maður sé að panta Paprikurétt með kjúkling... Og hefur einhver pantað sér svínakjöt í súrsætri? -Það er bara fita og brjósk...

    Takk fyrir..........og GÓÐAR STUNDIR

    SvaraEyða
  20. Mun aldrei fara á Nings aftur. Maturinn hefur versnað eins og margir segja, bragðlaust og maður þarf að leita af kjötbitum innan um hlunkapaprikubitana. Gæðin eru slöpp. Ég er svo sammála því sem sagt hefur verið hér, var einmitt að hugsa þetta sama en datt ekki í hug að setja það hér inn.
    Farvel Nings

    SvaraEyða
  21. Ég hélt að það væri almenn þekking hjá Íslendingum að Nings er ekkert annað en rándýr viðbjóður og til skammar fyrir "asíska" matarmenningu hér á landi.
    Þarf greinilega að prófa Krua Thai.

    SvaraEyða
  22. Ekki út af engu sem Nings lokaði með hraði hér á Akureyri:( Fór og keypti mér að borða fljótlega eftir opnun hér, fékk mér djúpsteiktar rækjur og fl. Rækjurnar voru kaldar og grjótharðar. Ég veit ekki hvað ég skaut(óvart,ekki hægt að stinga í þær) mörgum rækjum í hina viðskiptavinina og út um öll gólf þarna áður en ég fór og bað um "heitar" rækjur og sýndi þeim þessa litlu grjóthörðu nabba. Nei það var ekki hægt vegna þess að hinar rækjurnar voru allar svona líka:(( Og hinir réttirnir voru bragðlausir og bara hálfvolgir líka. Prófaði einu sinni enn að versla við þá en hefði betur sleppt því. Fer bara núna á hinn staðinn, Krua Siam, minnir mig hann heiti. Fínn matur og vel útilátinn.

    SvaraEyða
  23. Þess má svo geta að af öllum asísku stöðunum sem ég hef farið á hef ég þurft að leyfa hrísgrjónunum en hjá Nings er maður rétt hálfnaður með matinn þegar grjónin eru búin.

    SvaraEyða
  24. Þetta síðasta komment er út í hött. Hér koma rúmlega 20 athugasemdir um að maturinn og gæðin á Nings séu slöpp. Enginn hefur verið að fara yfir strikið. En þú segir að menn verði að róa sig niður annars verði síðunni lokað!!!!! Þvílíkt rugl. Af hverju ætti síðunni að vera lokað þar sem fólk er að lýsa reynslu sinni af óætum mat á þessum veitingastað. Á að hræða fólk frá því að segja sannleikann.

    Þessi athugasemd þín um mjög svo góð gæði matarins á Nings er svo í engum takti við það sem aðrir segja. Glætan að þú fáir alltaf frábæran mat en aðrir ekki. Einhver tengsl kannski við eigendur staðarins?

    SvaraEyða
  25. Ég er algjörlega ósammála þeim sem eru að rífa sig hérna. Ég hef áður unnið á Nings og ég er með mjög áreiðanlegar heimildir hvaðan kjötið kemur, hversu lengi það er geymt og hvernig það er notað. Og það er engan veginn 2.flokks súpukjöt eins og einhver hérna sagði. Ástæðan fyrir því að sumir réttir á Nings eru kannski aðeins dýrari en aðrir er sú að nú erum við Íslendingar að synda á móti straumnum og þurfa sumir að hækka verð og aðrir að loka fyrirtækjum. Ég vil bæta við að hrísgrjón t.d. hafa hækkað um 80% af markaðsverði á síðustu tveimur árum ef ekki skemmri tíma.

    Kjötið er ekki hakkað, Nings fær það úrbeinað og síðan sjá kokkarnir um að skera það.

    Ég vil líka minna á það að Heilbrigðiseftirlitið heimsækir Nings líka eins og alla aðra staði, ásamt gæðaeftirliti. Starfsfólk Nings fá ströng fyrirmæli um hvað má og hvað má ekki gera. Kokkarnir eru allir með hárnet, derhúfur og hanska sem þeir skipta reglulega um.

    Fyrir öllu því sem ég greindi frá hér fyrir ofan hef ég mjög áreiðanlegar heimildir og bæði sem viðskiptavinur og fyrrverandi starfsmaður vil ég segja að mér finnst maturinn á Nings æðislegur.

    Þið hin... Verslið þá bara einhvers staðar annars staðar. Óþarfi að kvarta og kveina og koma með óraunhæfar og órökstuddar staðreyndir um staðina.

    Verði ykkur að góðu bara:)

    SvaraEyða
  26. Mér er svoleiðis alveg nákvæmlega sama hvað fólk segir hérna. Lélegur matur,illa útitlátin hrísgrjón og dýr m.v. aðra sambærilega staði og rándýr ef að gæðin eru tekin inn í þetta. Ef að ég fæ vondan mat á þessu ári,síðasta ári og fyrir nokkrum árum þar áður(löngu fyrir hrun og hrísgrjónin jafn illa útilátin þá) og þarf að borga meira en á sambærilegum stöðum dugir það til þess að ég fari eitthvað annað. Ég þarf ekki þessa síðu til þess að segja mér það.

    Og n.b. í þessi síðustu tvö skipti var mér boðið þannig að ég þarf persónulega ekki fyrir minn pening að kaupa vondan mat þarna oft til þess að fatta að hann er vondur.

    Auðvitað hefði ég átt að kvarta og segja mér finnst þetta vondur og dýr matur og ég vil fá endurgreitt. En ég gerði það ekki því ég nenni ekki að vera með vesen og fer bara eitthvað annað.

    En það getur líka svo sem verið að fólk hérna hafi farið yfir strikið því það á nú að duga að segja að sér þyki maturinn dýr,vondur og gæðin léleg. Þarf ekkert að fara frekar út í það.

    SvaraEyða
  27. Nings er gott!! sættiði ykkur við það! en þið sem eruð að kvarta, hafiði prufað alla staðina?? sagt að þeir séu ekki eins! svo ekki alhæfa

    SvaraEyða
  28. Þvílíkt og annað eins væl. Og þess má einnig geta að kjötréttur á nings kostar 1795 kr. og tveir slíkir ættu því ekki að kosta yfir 4000 kr!

    Viljiði ekki bara fá ykkur pítsu, þar sem meginuppistaðan er brauð og vel unnið kjötálegg?

    SvaraEyða
  29. Farðu á Krua Thai þar eru kjötréttir á 1250-1450(ein útgáfan fer í 1500) og er mjög gott.

    SvaraEyða
  30. Verð nú að hlæja að þessum aðila sem var að verja Nings og segir að eigendur vilji heyra í fólki sem er ósátt.
    Ég fékk óætan mat í take away. Sendi email til þeirra á nings og hef ekki fengið svar þótt ég sé búinn að senda 2 ítrekanir!!
    Það er meira hvað þeim er annt um álit og ánægju viðskiptavina!
    Er nýbúinn að uppgötva austurlenskan mat og kaupi orðið 2-3 í viku en mun aldrei versla af Nings aftur. Kura Thai er málið!

    SvaraEyða
  31. Niðurstaða:

    Maturinn á Nings er vondur.

    Takk fyrir

    SvaraEyða
  32. Ég fæ alltaf góðan mat á nings ,mjög gott sushi allt nýtt og frábæra heilsurétti.klikkar aldrei.

    Hvar er Kura Thai ?er það sama og Krua thai?

    SvaraEyða
  33. Ég fer stundum á Nings í hádeginu, hef ekkert útá matinn að setja, og hvað þá verðið, mér finnst frábært að borga 690kr. fyrir Núðlur með kjúkling og grænmeti og þar að auki fylgir súpa og kaffi með. Ég er allavega sátt :-)

    SvaraEyða
  34. Mig grunar að eigendur Nings hafi frétt af því að almenningur væri að drulla yfir matinn þeirra og beðið vini og vandamenn að tala vel um matinn á staðnum því núna streyma inn komment um það að maturinn sé bara góður og allt í lagi öfugt við öll fyrstu kommentin sem voru neikvæð. Nema að þetta fólk sé yfir höfuð ekki vant góðum mat...

    SvaraEyða
  35. Umm ... sko: þú sem skrifar hér inn aftur og aftur og aftur og aftur og drullar yfir Nings um leið og þú mælir hástöfum með Krua Thai: er þetta ekki einum of "gegnsætt" hjá þér? Ég meina: ef Krua Thai vill auglýsa sig er þá ekki réttast að kaupa auglýsingu í blöðunum í staðinn fyrir að vera með svona cheap shots inni á okursíðunni? Ef eitthvað, þá dregur þetta úr mér alla löngun til að prófa Krua Thai: staður sem þarf að fara þessa leið til að auglýsa sig getur ekki verið merkilegur.

    SvaraEyða
  36. Sammála síðasta ræðumanni , greinilega Krúa TÆ
    maður sem vakir yfir þessari umræðu og passar að það sé ekkert jákvætt skrifað um Nings eða aðra staði ,dapurleg markaðsátak.....

    SvaraEyða
  37. Halló ég hef ekki nokkru einustu tengsl við Krua Thai og get alveg jafn mikið mælt með Kínahofinu á Nýbýlavegi í Kópavogi sem er líka meðal elstu thai staða á landinu. Ég er bara að benda á staði sem hafa þrjá hluti fram yfir Nings: 1.Betri,ferskari og heitari matur. 2.Lægra verð í öllum tilvikum. 3.Betri og persónulegri þjónusta(sérstaklega á Kínahofinu).

    Hefði getað nefnt Síams í Hafnarfirði en sé að því miður er búið að loka þeim frábæra staði.

    SvaraEyða
  38. Nings er alls ekki gott lengur. Alltof dýrt miðað við gæði.(Gæðaskort)
    Krua Thai er OK. Ekkert spes.
    En allra best er BanThai fyrir ofan Hlemm, 1.490 fyrir flesta rétti í take away.
    Alvöru gæða Thai matur. Toppar alla austurlensku staðina.

    SvaraEyða
  39. Ég hef oft verslað við Nings og alltaf fengið frábæran mat og góða þjónustu. Ég er ekkert tengd eigendum eða yfirmönnum staðarins. Ég er bara ánægður viðskiptavinur.
    Einn hér talar um að eigendur og yfirmenn Nings séu að láta vini og vandamenn tala vel um staðinn hér. Þvílíka aðra eins andskotans vitleysu hef ég aldrei heyrt áður!

    Ég hef prófað alla þessa staði. Mér finnst Nings með betri kínastöðum hér. Ég veit um fullt af fólki sem er sömu skoðunar og ég. :)

    Mér finnst að hið jákvæða megi líka koma fram hér. Ekki bara neikvætt.

    Ég hef einu sinni prófað krua thai, ég mun ekki gera þau mistök aftur eftir að hafa séð eigendur og starfsfólk staðarins komandi hér inn trekk í trekk til að mæla með sínum eigin veitingastað og drulla í leiðinni yfir keppinautana.

    Maður gerir ekki svoleiðis. Ef þú ætlar að auglýsa þá kaupiru þér auglýsingapláss í fjölmiðli. Þú auglýsir ekki fyrirtækið þitt á kostnað annarra!

    Takk fyrir mig!

    SvaraEyða
  40. Ég er einn af þeim sem hef bent á Krua Thai sem betri stað og reyndar benti ég líka á Kínahofið sem er við hliðina á American Style á Nýbýlavegi í Kópavogi einn elsti kínastaður á landinu og alltaf sömu eigendur. Ég hef ekki hugmynd um hver á Krua Thai eða hverjir starfa þar. En ég vil nota tækifærið og þakka starfsmanni NINGS hér á undan fyrir aldeilis góða auglýsingu takk fyrir.

    SvaraEyða
  41. Úff, ég og fjöldskylan förum mjög sjaldan út að borða. Þetta eina skipti í langan tíma fórum við á Nings og fengum skammta fyrir 5 manns sem var á mun við eina litla skál af kattarmat! Höfum við aldrei farið þangað aftur.

    SvaraEyða
  42. Ég hef ekki verslað við Nings síðan 1998/9. Þetta var dýrt og vont þá, og er dýrt og vont núna.

    SvaraEyða
  43. veit að eg er seinn en vá vælukjoar nobody cares if you dont like it fags qq

    SvaraEyða