Við félagarnir fórum á Nings í Kópavogi og tókum matinn með okkur.
Við urðum fyrir miklum vonbrigðum með gæðin á kjötinu í réttunum.
Ég panntaði rétt nr. 45 sem er lambakjöt og smakkaðist lambakjötið
eins og 2. flokks súpukjöt.
Félagi minn fékk sér rétt nr. 34 sem er kjúklingur og sagði hann réttinn
smakkast bara mjög illa og er það í annað skipti sem hann fær ekki
góðan kjúkling, eins og þetta séu afgangskjöt af leggjum og lærum.
Samtals borguðum við yfir 4000 krónur.
Vildi ég bara koma þessu að þar sem þetta er ekki í fyrsta skipti
sem við fáum lélegt hráefni á þessum stað. Okkur var sagt í fyrra
skiptið að réturinn ætti að smakkast svona og við urðum að sætta okkur við
það, en ekki tvisvar sinnum í röð.
Árni Vigfús Magnússon