föstudagur, 27. nóvember 2009

Punktaða það hjá þér

Ég var með American express kort sem ég sagði upp í lok september og
greiddi upp alla skuldina á því. Ég fékk það staðfest þrisvar frá
þjónustufulltrúa Borgunar að skuldin væri uppgreidd.
Um síðustu mánaðarmót fæ ég reikning með vöxtum og uppgjörs og
úrvinnslugjaldi.
Bíddu þú átt eftir að heyra besta partinn. Í dag kemur svo annar
reikningur frá þeim sem hljóðar svo:

vextir 4 kr Uppgjörs og úrvinnslugjald 551 kr

Var ekki búið að taka fyrir það að fyrirtæki mættu rukka þetta seðilgjald?
Það kemur allavega ekki til mála að ég borgi þetta. Enda hringdi ég í
þjónustuver Borgunar í dag til að kvarta undan þessu og segja jafnframt að
ég myndi ekki greiða þetta.
Svarið sem ég fæ var á þessa leið:
ja, ég ræð því ekki. Ég verð bara að senda beiðni uppí bókhaldið og þær
svara þér svo með sms-i seinna í dag.
Ég: já ég ætla ekki að borga þetta.
Kelling: því miður en ég get engu svarað, bíddu bara eftir sms-inu.
Að því loknu er skellt á.
Ekkert svar hef ég fengið ennþá. En mér finnst þetta voða skrýtin
vinnubrögð og bera vott um græðgi og algjört siðleysi.
Nafnleynd.

5 ummæli:

  1. þú þarft pottþétt að borga þetta á endanum... mín reynsla er allavega sú að maður vinnur aldrei í svona málum... best að borga bara strax (sérstaklega þegar um er að ræða smápeninga eins og í þessu tilfelli)

    SvaraEyða
  2. Ég ætla ekki að borga þetta. Eins og ég þurfti að hafa fyrir því að ganga frá þessari skuld við þá í september.

    Er með það staðfest frá sama starfsmanni B!#&%
    að skuldin hafi verið uppgreidd, staðfest í tölvupósti.

    Því er mjög einkennilegt að fara að smyrja vöxtum og úrvinnslugjaldi af vöxtunum á skuldina þegar hún er uppgreidd þ.e búa til skuld.

    Á þetta treysta kortafyrirtækin þ.e að fólk taki ekki eftir þessu heldur borgi. Þannig maka þeir krókinn.

    SvaraEyða
  3. Auðvitað getur þú haldið þessu til streitu. Ef þú ert með tölvupóst frá starfsmanni að skuldin er uppgreidd þá ertu í góðum málum. Það væri annað ef það stæði að þú værir í skilum eða eitthvað þess háttar.
    Annars var ég með Eurocard hjá þeim einu sinni. Fékk himinnháann reikning eftir ein jólin, var í námi þá og samdi um 12 mánaða greiðsludreifingu. Það var lítið mál. Ég stóð undir afborgunum og svo í maí ákvað ég að greiða allt upp. Hringdi, fékk upphæð og reikningnúmer og lagði strax inná þá (segjum að það hafi verið 2.maí), í kjölfarið lét ég loka kortinu. Mánuði seinna fékk ég rukkun upp á 600 kr. þá hafði starfsmaðurinn gleymt að taka með í reikninginn dagvexti fyrir einn dag (þá 1.maí þar sem innborgunin kemur ekki í kerfið hjá þeim fyrr en 2.maí). Það voru heilar 45 krónur sem stóðu eftir af reikningnum. og þetta er ekki búið (sorrý) !
    En þá hafði e-r greiðsludreifingar-starfsmaður sem sá að ég greiddi allt upp nema 45 krónur, fundist ofureðlilegt að dreifa þá þessum 45 krónum á þessa 12 mánuði sem ég bað auðvitað um í upphafi. Þetta þarf að gera handvirkt og það var starfsmaður sem gerði þetta!
    Reikningurinn hljóðaði upp á einhvern 5 kall svo vextir og kostnaður ofan á það, sem sagt 600 kr. Ég var svo hneyksluð að ég hreinlega varð að fara til þeirra og sjá framan í liðið þegar ég myndi útskýra þetta og ef ég myndi bara halda kjafti og borga yrði þetta alls 7000 kr. sem ég myndi borga ...fyrir 45 kallinn!
    En til að enda þetta fékk ég þetta niðurfellt og í kaupætti auma afsökunarbeiðni.
    Örugglega frábært fólk að vinna þarna en þau fá mig ekki í viðskipti til sín aftur :)

    SvaraEyða
  4. Jæja þriðji dagur og ekkert heyrst frá bókhaldi kreditkorts. Skv. mínum síðum er búið að fella þetta niður =).

    Ég hvet alla sem lenda í svona skítamálum að láta í sér heyra og gera allt vitlaust þar til viðkomandi mál verður fellt niður.

    Kv.

    SvaraEyða
  5. Ég styð þig eindregið í að halda þessu til streitu þótt þetta sé lág upphæð. Það er bara prinsipp að láta þá ekki komast upp með svona hluti! Sjálf hef ég ekki góða reynslu af þessu fyrir fyrirtæki og American Express kortunum.

    SvaraEyða