Sýnir færslur með efnisorðinu American express. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu American express. Sýna allar færslur

föstudagur, 27. nóvember 2009

Punktaða það hjá þér

Ég var með American express kort sem ég sagði upp í lok september og
greiddi upp alla skuldina á því. Ég fékk það staðfest þrisvar frá
þjónustufulltrúa Borgunar að skuldin væri uppgreidd.
Um síðustu mánaðarmót fæ ég reikning með vöxtum og uppgjörs og
úrvinnslugjaldi.
Bíddu þú átt eftir að heyra besta partinn. Í dag kemur svo annar
reikningur frá þeim sem hljóðar svo:

vextir 4 kr Uppgjörs og úrvinnslugjald 551 kr

Var ekki búið að taka fyrir það að fyrirtæki mættu rukka þetta seðilgjald?
Það kemur allavega ekki til mála að ég borgi þetta. Enda hringdi ég í
þjónustuver Borgunar í dag til að kvarta undan þessu og segja jafnframt að
ég myndi ekki greiða þetta.
Svarið sem ég fæ var á þessa leið:
ja, ég ræð því ekki. Ég verð bara að senda beiðni uppí bókhaldið og þær
svara þér svo með sms-i seinna í dag.
Ég: já ég ætla ekki að borga þetta.
Kelling: því miður en ég get engu svarað, bíddu bara eftir sms-inu.
Að því loknu er skellt á.
Ekkert svar hef ég fengið ennþá. En mér finnst þetta voða skrýtin
vinnubrögð og bera vott um græðgi og algjört siðleysi.
Nafnleynd.