miðvikudagur, 4. nóvember 2009

Bara kort!

Todmobile tónleikarnir í Óperunni eru eingöngu til að njóta fyrir fólk sem notar KREDITKORT.
Ég er ein þeirra sem á bara peninga ekki kort og fékk ekki að kaupa mér miða á MIDI.IS því þau taka bara kort á þessa tónleika.
Og Óperan er ekki með neina miða til sölu á þessa tónleika.
Vonlaust fyrir fólk með peninga…og mismunun á neytendum að þvínga fólk til að nota kort!
Kv. Hrafnhildur

4 ummæli:

 1. Já ég hef ekki notað peninga í MÖRG ár núna alltaf bara kort. Reyndar hefur peninganotkun(vinn á kassa í matvörubúð) margfaldast eftir hrun og má gera ráð fyrir að svona hátt í 2/3 fólks sé núna með pening á sér.

  Ég vil samt endilega benda þér á einn kost og það er að vera með Visakort í +. Borgar bara eitthvað 3-4000 í árgjald og svo legguru inn á kortið þegar þú þarft að nota það en mundu bara að það þarf alltaf í kringum sólarhring til þess að lendi á kortinu.

  Sjálfur er ég með visa í + og nota það á midi.is og bara þegar ég þarf að versla á netinu.

  SvaraEyða
 2. Hvað er að ykkur eigið þið enga vini. Ég myndi bara biðja einhvern um að kaupa miða fyrir mig og borga honum pening... kommmmon

  SvaraEyða
 3. Já kjáninn ég, hélt að það væri ekki heimilt að neita staðgreiðslu fyrir nokkurn hlut. Einhvern veginn finnst manni það óafsakanlegt að segja við viðskiptavini að peningarnir þeirra séu einskis virði!!!

  SvaraEyða
 4. Ég lenti í því sama varðandi strætókort fyrir mennta- og háskólanema núna í haust.
  Svolítið kjánalegt því unglingar undir 18 mega ekkert eiga kreditkort.

  Ég skammast mín samt fyrir að kvarta yfir svona smáatriði því það eitt að vera með kort fyrir nemendur á lágu verði er frábært framtak.

  SvaraEyða