mánudagur, 9. nóvember 2009

Viðskiptavinir sviptir skilarétti í IKEA

Ég fór í IKEA og verslaði stól, stóllinn kostaði 2690,- Þegar heim er komið og umbúðirnar fjarlægðar sé ég að stóllinn er brotinn. Ég fer daginn eftir í IKEA til að fá stólnum skipt en fæ þar að vita að ég enungis get skipt stólnum ef ég gef upp kennitölu. Ég er með kvittun sem sýnir að ég keypti stólin deginum áður og ég er með stólinn sem er greinilega gallaður, það ætti að vera nóg. Þrátt fyrir að ég tala við “yfirmann” sem var útlendingur sem talaði góða íslensku fæ ég ekki að skipta stól sem kostar 2700 nema ef ég uppgef kennitölu.
Það getur ekki verið löglegt að svipta viðskiptavin skilarétti ef hann vill ekki gefa upp kennitölu og þar með verða partur af gagnageymslu fyrirtækisins. Ef ég get sýnt kvittun sem fyrirtækið sjálft útbýr og sýnir að ég keypti hlutinn hjá fyrirtækinu, þá hlýtur það að vera nóg. Hvaða ástæðu og hvaða rétt getur fyrirtækið haft til að krefja kennitölu?
Það hlýtur að vera réttur hvers frjáls manns að geta verslað og skipt gölluðum hlutum án þess að nafngreina sig ef hann hefur kvittun fyrir viðskiptunum.
Upplýsingar um hvað hver kaupir og hvenær eru mikils virði fyrir stórfyrirtæki sem nota þau til að prófílera viðskiptavini sína. Maður gæti ímyndað sér að ef engar hömlur eru á notkun fyrirtækja á persónu upplýsingum, þá gætu þessar upplýsingar nýst til að skipta viðskiptavinum í hópa allt eftir hversu “góðir” viðskiptavinir þeir eru. Verslar þú mikið og skiptir þú sjaldan vörum og kemur sjaldan með gallaða vöru þá ert þú “æskilegur” viðskiptavinur og færð kanski tilboð eða annað sem aðrir “minna æskilegir” viðskiptavinir fá ekki. Ef þú skilar gölluðum vörum og verslar einungis tilboðsvöru þá ert þú minna æskilegur viðskiptavinur.
Guð má vita hvað annað fyrirtækin geta notað persónu upplýsingar okkar til, og þegar öllu er á botnin hvolft þá kemur þeim ekkert við hver ég er þegar ég kem í verslun þeirra með gallaða vöru og kvittun fyrir kaupunum. Ég vil EKKI vera einn af meðvitundarausum fjöldanum sem lætur stórfyrirtæki fara með sig eins og hvern annan búpening.
Það eru engin rök að segja að “þetta mun aldrei gerast” eða að “fyrirtækin eru að mestu heiðarleg”, þetta gerist og þau eru það ekki. Við í þessu landi ættum að skilja þetta manna best eftir þá ógæfu sem dunið hefur yfir þjóðina. Óheiðarleiki er algengur í viðskiptalífinu eins og fall bankanna og ransóknir á viðskiptum þeirra sýna.
Norðurlöndin sem við oft berum okkur saman við hafa strangar reglur um notkun persónu upplýsinga sem við ættum að taka til fyrirmyndar.
Nú sit ég uppi með brotinn stól sem ég fæ ekki skipt og það sem er verst að mínu mati, IKEA kemst upp með að nota stærð sína til að til að þvinga viðskiptavini sem vilja skipta gallaðri vöru til að nafngreina sig gegn þerra vilja.
Hef sent þetta til neytendasamtakanna og IKEA, datt í hug að láta þig vita líka.
Bestu kveðjur,
Arnar Holm

21 comments:

  1. Tala við Neytendasamtökin ekki spurning

    SvaraEyða
  2. láta persónuvernd vita af þessu, þeir eru mjög strangir á kennitölusöfnunum.

    SvaraEyða
  3. Þú ert allaveganna búinn að nafngreina þig hér þannig að við skulum vona að forsvarsmenn IKEA séu ekki að lesa þessa síðu.

    SvaraEyða
  4. Vonandi verður eitthvað gert til að koma í veg fyrir svona viðskiptahætti. Skil vel reiði þína, fyrirtækið hefur nákvæmlega ekkert við kennitölu þína að gera! Punktur.

    SvaraEyða
  5. úff, að þú skulir hafa gengið aftur út með brotinn stól frekar en að gefa kennitölu þína er þvermóðska af hæsta stigi.

    Gæti ímyndað mér að þeir vilji kannski fylgjast með að sami aðili sé ekki ítrekað að skipta "gallaðri" vöru og vilja því kt. til að fylgjast með því að liðleiki þeirra sé ekki misnotaður.

    SvaraEyða
  6. Misnotka leiðleika þeirra? Eru sænskar kjötbollur milli eyrnanna á þér? Viðkomandi á rétt á því að skila vörunni þar sem hún er göllið.

    Það er ekki liðleiki að sinna lögboðinni skyldu sinni - það er einfaldlega sjálfsagt og ætti varla að vera þakka vert. Kennitöluvæðingin á þessu landi er hættuleg og það er fyrir fólk eins og þig sem hún á sér stað.

    SvaraEyða
  7. Hvað kemur það málinu við að "yfirmaðurinn" var útlendingur? Og af hverju þykir ástæða til að setja hann innan gæsalappa???

    Vissulega á það að vera lögbundinn réttur að skila gallaðri vöru. En það er ekkert nýtt að þurfa að gefa upp kennitölu í viðskiptum við fyrirtæki. Ég býst við að Arnar blessaður hafi aldrei þorað að leigja sér mynd á videoleigu, kaupa þjófavarnarkerfi eða stofna bankareikning?

    IKEA hefur greinilega þessar reglur varðandi gallaðar vörur (og mögulega ef fólk er að koma að skipta vörum - þekki það ekki), og fólk á kannski bara ekkert að vera að versla við IKEA ef það er svona hrætt við big brother...

    SvaraEyða
  8. hef verslað mikið við ikea í noregi og aldrei þurft að gefa upp kennitölu til að skila vöru, hlýtur að vera bundið við rekstraraðilan á íslandi

    SvaraEyða
  9. Bara að spá...það þarf að gefa upp kennitölu fyrir allan fjandann hér á landi - af hverju á IKEA að gera öðruvisi?

    SvaraEyða
  10. út um víða veröld er hægt að stunda viðskipti sem þessi án þess að blanda kennitölu í málið.
    Ísland er alveg sér á parti með þetta. Eiginlega alveg óþolandi.

    SvaraEyða
  11. Í fyrsta lagi er þetta OKUR SÍÐA ekki tuð og nöldur síða og ég vil fyrirfram byðjast afsökunar á að hafa komið með svona langt svar og það snýst ekki um óréttláta verðlagningu.
    Svona nöldur tuðarar skilja ekki alveg hvernig lífið virkar og það þarf þá að útskýra það örlítið þó að það breyti engu hjá þeim en ég bara varð að svara þessu.

    ég er að vinna hjá fyrirtæki í allt öðrum viðskiptum sem að setur sömu reglur að ef að vöru er skilað eða skipt þá þarf að vera kennitala á nótunni með vísan í upphafsnótu viðskipta. Ég hef alltaf haldið að væri til að minka svindl og til að koma í veg fyrir að starfsmenn séu eitthvað að svindla líka eða eitthvað í þá áttina og líka til að geta fletta svona útskiptum upp á fljótlegan hátt.
    Ekkert er jafn leiðinlegt og að lenda í kúnna eins og þér þarft að gera mál útaf engu og hvað ætti að vera í gangi kanski er hægt að fletta því upp á www.samsæriskenningar.is/kennitölusafnarar.

    þetta flokkast ekki undir kennitölusöfnun því að þeir eru bara að halda skrá um viðskipti á milli þín og þeirra í ikea og það er algjörlega löglegt en því að þeir eru með strangar reglur þá á að senda póst á NS og persónunefnd haha eins og þeim sé ekki skít sama.

    En ef að ég hefði lennti í svona leiðinlegum kúnna sem er *ritskoðað* þá hefði ég bara skipt þessu út og skrifað á nótuna að hann sem skilaði stólnunm hefði verið með leiðindi og orðin æstur útaf hann vill engan veginn gefa upp kennitöluna sína og allir yfirmenn hefðu skilið það.

    já og ég sendi afrit af þessu til vina þinna á síðunnu hérna fyrir neðan og þeir svöruðu að það væri fundur í kvöld og þú værir velkominn að röfla um þetta þar og þeir hafa sko margar sögur að segja þér

    www.samsæriskenningar.is/kennitölusafnarar_sem _misnota_kennitöluna_þína


    Kveðja Jón Ingi

    mail jjjjoooonnnn@gmail.com

    SvaraEyða
  12. Ég var að vinna í Elko og þar er einmitt mikið notast við kennitölur viðskiptavina. Bæði við kaup og skil. Hef einmitt lent nokkrum sinnum í sérvitringum á borð við þig. Getur verið gaman að rökræða við ykkur sem viljið hvergi vera "á skrá" um réttmæti kennitöluskráninga.

    Ég verð að segja að þessi pistill er ansi reyfarakenndur og sæmsæriskenningarnar alveg efni í kvikmynd. Hins vegar er það nú svo að fyrirtækin gera nákvæmlega ekkert við þessar kennitölur nema eru hugsanlega með skrá yfir kaup og sölu.

    Í Elko er það einmitt einnig í þágu viðskiptavina að gefa upp kennitölu við kaup. Þá skráist tækið sem viðkomandi kaupir og ábyrgðin er því alltaf skráð. Óþarfi að fara á taugum þegar skírteinið er týnt.

    Eins hefur svona kennitölufyrirkomulag komið í veg fyrir að ópruttnir aðilar misnoti þennan skilarétt.

    Þetta með "æskilegur" og "óæskilegur" viðskiptavinur skil ég ekki alveg hvert þú ert að fara. Hvernig á verslunin að geta sigtað þá út þó svo að þeir hafi kaupsöguna undir kennitölu. Á að vera dyravörður við innganginn? Í litlu samfélagi eins og á Íslandi þá eru allar verslanir þakklátar fyrir alla viðskiptavini... jafnvel sérvitringa eins og þig :-)

    Fólk verslar eins og því sýnist og skilar. Kennitöluskráningin er bæði fyrir verslunina og viðskiptavininn.

    SvaraEyða
  13. Mikið er ég sammála síðasta ræðumanni! Flott svar!

    SvaraEyða
  14. Þetta er líka svona í Hagkaup!

    SvaraEyða
  15. Hvað fannst Neytendasamtökunum um þetta?

    SvaraEyða
  16. Djöfulsins þvæla er þetta. Versluninn hefur engan rétt til að fá kennitölu mannsins, ekki var hennar krafist þegar hann vildi kaupa stólinn enda vita IKEA-fíflin að þá yrðu þeir af mörgum viðskiptum.

    IKEA á Íslandi er alveg sjúklega nojað fyrirtæki og alltaf komið fram við starfsmenn eins og þeir séu þjófar, þannig hefur fyrirtækið verið með öryggisvörð sem leitar á starfsfólki þegar það fer út á kvöldin (dagsatt)
    kemur mér ekkert á óvart þó að eins sé komið fram við viðskiptavini.

    SvaraEyða
  17. Ef að þetta er satt sem Alfreð segir, þá versla ég ALDREI aftur við IKEA! Að koma svona fram við starfsfólk er gjörsamlega fyrir neðan allar hellur!

    Það er nefnilega alveg í lagi að vera ekki bara að hugsa um eigin afturenda sem neytandi (semsagt, hvað kosta hlutirnir). Það á líka að vera okkar ábyrgð að versla ekki við fyrirtæki sem koma fram við starfsfólkið sitt eins og rusl.

    Hinsvegar er það fyrirtækisins að ákveða hvort það þurfi að fá uppgefna kennitölu eða ekki þegar kemur að viðskiptum. Ég vinn td hjá fyrirtæki þar sem að tölvukerfið er þannig uppbyggt að við verðum að notast mikið við kennitölur.

    SvaraEyða
  18. Er ekki að verja þetta en hvort sem mönnum líkar betur eða verrr þá er það nú bara staðreynd að starfsfólk á sök í meirihluta þjófnaðar úr verslunum.

    SvaraEyða
  19. Svarið frá Alfreð er fyrir neðan allar hellur.

    IKEA kemur ekki fram við starfsfólk eins og þeir séu þjófar og hefur ekki öryggisvörð til að leita á starfsfólki þegar það fer heim úr vinnu.

    SvaraEyða
  20. Það er enginn sem fer að "strippsearcha" starfsfólkið sitt daglega á leið úr vinnu, en þau eru mörg (stórt batterý eins og IKEA örugglega þar á meðal) sem láta öryggisverði taka stikkprufur á pokum starfsmanna, því eins og nafnlaus benti á sýna rannsóknir að það er starfsfólkið sem á sök á yfir helmingi þess sem stolið er úr verslunum.

    SvaraEyða
  21. Ég var einu sinni að vinna hjá Securitas og það var partur af vinnunni að á hverju kvöldi stóð maður við starfsmannaútganginn og horfði á fólkið ganga út og átti að kíkja í hverja tösku. Reyndar soldið síðan og á gamla staðnum.

    SvaraEyða