Sýnir færslur með efnisorðinu Persónuupplýsingar. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Persónuupplýsingar. Sýna allar færslur

mánudagur, 9. nóvember 2009

Viðskiptavinir sviptir skilarétti í IKEA

Ég fór í IKEA og verslaði stól, stóllinn kostaði 2690,- Þegar heim er komið og umbúðirnar fjarlægðar sé ég að stóllinn er brotinn. Ég fer daginn eftir í IKEA til að fá stólnum skipt en fæ þar að vita að ég enungis get skipt stólnum ef ég gef upp kennitölu. Ég er með kvittun sem sýnir að ég keypti stólin deginum áður og ég er með stólinn sem er greinilega gallaður, það ætti að vera nóg. Þrátt fyrir að ég tala við “yfirmann” sem var útlendingur sem talaði góða íslensku fæ ég ekki að skipta stól sem kostar 2700 nema ef ég uppgef kennitölu.
Það getur ekki verið löglegt að svipta viðskiptavin skilarétti ef hann vill ekki gefa upp kennitölu og þar með verða partur af gagnageymslu fyrirtækisins. Ef ég get sýnt kvittun sem fyrirtækið sjálft útbýr og sýnir að ég keypti hlutinn hjá fyrirtækinu, þá hlýtur það að vera nóg. Hvaða ástæðu og hvaða rétt getur fyrirtækið haft til að krefja kennitölu?
Það hlýtur að vera réttur hvers frjáls manns að geta verslað og skipt gölluðum hlutum án þess að nafngreina sig ef hann hefur kvittun fyrir viðskiptunum.
Upplýsingar um hvað hver kaupir og hvenær eru mikils virði fyrir stórfyrirtæki sem nota þau til að prófílera viðskiptavini sína. Maður gæti ímyndað sér að ef engar hömlur eru á notkun fyrirtækja á persónu upplýsingum, þá gætu þessar upplýsingar nýst til að skipta viðskiptavinum í hópa allt eftir hversu “góðir” viðskiptavinir þeir eru. Verslar þú mikið og skiptir þú sjaldan vörum og kemur sjaldan með gallaða vöru þá ert þú “æskilegur” viðskiptavinur og færð kanski tilboð eða annað sem aðrir “minna æskilegir” viðskiptavinir fá ekki. Ef þú skilar gölluðum vörum og verslar einungis tilboðsvöru þá ert þú minna æskilegur viðskiptavinur.
Guð má vita hvað annað fyrirtækin geta notað persónu upplýsingar okkar til, og þegar öllu er á botnin hvolft þá kemur þeim ekkert við hver ég er þegar ég kem í verslun þeirra með gallaða vöru og kvittun fyrir kaupunum. Ég vil EKKI vera einn af meðvitundarausum fjöldanum sem lætur stórfyrirtæki fara með sig eins og hvern annan búpening.
Það eru engin rök að segja að “þetta mun aldrei gerast” eða að “fyrirtækin eru að mestu heiðarleg”, þetta gerist og þau eru það ekki. Við í þessu landi ættum að skilja þetta manna best eftir þá ógæfu sem dunið hefur yfir þjóðina. Óheiðarleiki er algengur í viðskiptalífinu eins og fall bankanna og ransóknir á viðskiptum þeirra sýna.
Norðurlöndin sem við oft berum okkur saman við hafa strangar reglur um notkun persónu upplýsinga sem við ættum að taka til fyrirmyndar.
Nú sit ég uppi með brotinn stól sem ég fæ ekki skipt og það sem er verst að mínu mati, IKEA kemst upp með að nota stærð sína til að til að þvinga viðskiptavini sem vilja skipta gallaðri vöru til að nafngreina sig gegn þerra vilja.
Hef sent þetta til neytendasamtakanna og IKEA, datt í hug að láta þig vita líka.
Bestu kveðjur,
Arnar Holm