Ég verð bara að deila biturri reynslu sem ég varð fyrir hjá þekktri okurbúllu, nefnilega Bakarameistaranum í Mjóddinni.
Mikill kaffiþorsti varð skynseminni ofursterkari og ég kom við þar til að versla mér tvo tvöfalda macchiato.
Þetta voru sannarlega amatöra-macchiatoar, sú sem afgreiddi mig lenti í mesta basli við að freyða mjólkina og fékk loks starfssystur sína til að taka við. Þá var espressoinn búinn að bíða í take-away bollanum í tíu mínútur. Sú seinni náði loks tökum á freyðingunni og eftir kortersbið voru macchiatoarnir tilbúnir, kaldur espresso með rosalega mikilli freyddri mjólk.
Þá var komið að því að borga. „1190 krónur“ sagði stelpan. Ég leiðrétti hana og sagði að ég hefði bara verið með kaffi...
„Já, það kostar 1190 krónur. Það er líka alveg hellings vinna að búa svona til.“
Mér svíður enn í veskið.
Kveðja,
Sandra
Vá, ég held þetta sé það svakalegasta sem ég hef heyrt!!!
SvaraEyðaErt ekki að grína með verðið??? ef þetta er satt þa eru þeir algjörlega veruleikafirrtir og fólk ætti algjörlega að hætta að versla hja þessari okurbúllu:(
SvaraEyðaFrænka mín sagði mér um árið að vinkona sín hafi verið að vinna þarna en verið sagt upp og íslensku starfsfólki veri skipt út fyrir erlent og að megnið af vörunum þarna sé forbakað erlendis frá.
SvaraEyðaHef ekki versla þarna í nokkur ár og er ekki á leiðinni þangað á næstu það er á hreinu.
þetta er náttúrulega ekkert annað en and****ans okur
SvaraEyðaÉg hefði gengið í burtu án þess að borga...
SvaraEyðaÞú skalt í það minnsta ekki gera ráð fyrir að eigandinn kippi sér upp við þessa athugasemd þína. Fyrir nokkru síðan var gerð breyting á innréttingum í bakaríinu þannig að gólfið var hækkað upp. Engar merkingar voru settar upp til að vara við þessu og þekki ég tvær persónur sem duttu þarna og meiddu sig töluvert, eldri kona sem meiddist á hné og maður á besta aldri sem eftir áfallið mátti fara á slysavarðstofuna og láta fjarlægja nögl af stórutá. Ég sendi þeim bréf til að vara við þessu en fékk ekki einu sinni svar til baka. Frekar aumt verð ég að segja. Ef eiganda Bakarameistarans er sama þótt fólk slasi sig í bakaríinu þá er honum líklega nokkuð sama þótt einhver kvarti yfir kaffiverðinu.
SvaraEyðaÁsdís
Það er ekki margt gott við Bandaríkin en í þessum slysatilvikum hefði maður getað farið í mál og fengið slatta pening!
SvaraEyðaFólk ætti nú líka bara að sjá aðstöðuna þar sem það fáa sem er bakað hérlendis er unnið - svo ekki sé nú minnst á farartækin sem eru notuð til að flytja vörurnar. Og svo dirfast þeir að vera með þessar verðleggingar!
SvaraEyðaOg segja veljum íslenskt ? Fáránlegt t.d. að forbakað erlent bakkelsi og erelndar niðursuðuvörur sem eru ekki einu sinni allar pakkaðar á Íslandi(Ora) sé kallað íslenskt og að neytendur og þjóðin öll hafi hag af því að velja "íslenskt"
SvaraEyðaÉg vann fyrir nokkrum árum í bakarameistaranum og reynslan mín þar var ekki mjög góð en ég er frekar viss um að bakkelsið sé ekki influtt. Hvaðan fáið þið þá hugmynd?
SvaraEyðaEftir minni bestu vitund er þetta allt bakað í Suðurveri (ostaslaufurnar og skinkuhornin fryst. Afgreiðslustelpurnar baka það sjálfar yfir daginn) og skutlað á morgnana í hin bakaríin.