Sýnir færslur með efnisorðinu bakarameistarinn. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu bakarameistarinn. Sýna allar færslur

föstudagur, 27. nóvember 2009

Bitur reynsla út Bakarameistaranum

Ég verð bara að deila biturri reynslu sem ég varð fyrir hjá þekktri okurbúllu, nefnilega Bakarameistaranum í Mjóddinni.
Mikill kaffiþorsti varð skynseminni ofursterkari og ég kom við þar til að versla mér tvo tvöfalda macchiato.
Þetta voru sannarlega amatöra-macchiatoar, sú sem afgreiddi mig lenti í mesta basli við að freyða mjólkina og fékk loks starfssystur sína til að taka við. Þá var espressoinn búinn að bíða í take-away bollanum í tíu mínútur. Sú seinni náði loks tökum á freyðingunni og eftir kortersbið voru macchiatoarnir tilbúnir, kaldur espresso með rosalega mikilli freyddri mjólk.
Þá var komið að því að borga. „1190 krónur“ sagði stelpan. Ég leiðrétti hana og sagði að ég hefði bara verið með kaffi...
„Já, það kostar 1190 krónur. Það er líka alveg hellings vinna að búa svona til.“
Mér svíður enn í veskið.
Kveðja,
Sandra