Sýnir færslur með efnisorðinu Krúa Thai. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Krúa Thai. Sýna allar færslur

mánudagur, 23. nóvember 2009

Krúa Thai dalar

Halló, ég hef verið fastakúnni á Krua Thai í nokkur ár. Ég hef alltaf verið mjög ánægður með þjónustuna, verði og matinn. Hann hefur verið vel útilátinn og mjög góður á mjög sanngjörnu verði.
Sérstaklega hef ég verið ánægður með staðinn í Tryggvagötu.
Þó verðið hafi farið hækkandi um einn og einn hundraðkall síðan ég byrjaði að versla hef ég þó haldið tryggð við staðinn þar sem ég hef verið það ánægður með matinn og þó að skammtastærðirnar og gæði og fjöldi kjúlingabita í réttunum hafi verið mismunandi var ég ekkert að kippa mér upp við það því verðið var svo gott.
Nú er verðið komið upp í 1400 kr fyrir núðlurétt og ennþá gæði réttanna mismunandi dag frá degi og ef eitthvað er hafa skammtastærðirnar minnkað líka.
Mér finnst nú bara að þegar verðið er komið upp í 1400 kr fyrir réttinn þá eigi magnið og gæðin að vera skilyrðislaust þau sömu og þau hafa verið í gegnum árin.
Ég er líka síður tilbúinn til að láta það gott heita þótt kjúklingabitarnir séu færri og góðu bitarnir ekki eins margir þegar verðið er orðið 1400 kr.
Staðreyndin er sú að ég er farinn að fara mun sjaldnar á Krua Thai bæði í Tryggvagötu og Bæjarlind vegna þessa og meira að segja farinn að velja frekar aðra staði en Krua Thai þegar ég er í nágrenninu.
Mér finnst þetta mjög miður þar sem ég hef verið tíður gestur og aðdáandi staðarins í mörg ár.
kv, Gestur