mánudagur, 12. október 2009

Fríhöfnin er svo sannarlega engin fríhöfn

Ég get ekki á mér setið að leggja orð í belg á okursíðunni.
Fríhöfn okkar Íslendinga er svo sannarlega engin fríhöfn.
Var á leið í gegnum Fríhöfn okkar Íslendinga í s.l. viku. Rak þá augun í "Saga pro" pillur, sem eiginmaðurinn tekur reglulega og hugsaði með mér að þetta hlyti að vera ódýrara hér en í bænum. En því fór aldeilis fjarri, pakkinn kostaði kr. 2.700 k. Mér dauðbrá og hætti við að kaupa.
Í dag keypti ég þessar pillur í Lyfjaveri-apoteki á kr. 1.794 pakkann.
Þetta er Íslensk framleiðsla og blöskrar mér okrið í Fríhöfninni.
Húsmóðir í Garðabæ.

5 ummæli:

 1. Er samt ekki óþarfi að hengja bakara fyrir smið? Þótt eitthvert apótek (hvort sem það heitir Lyfja eða Lyf og heilsa) í flugstöðinni sé að okra á pillunum er óþarfi að bendla Fríhöfnina við málið. Þótt Fríhöfnin sé verslun í flugstöðinni eru ekki allar verslanir í flugstöðinni Fríhöfnin.

  SvaraEyða
 2. ég ferðast mikið og Duty free búðin á íslandi er mjög odýr miðað við það sem gengur og gerist á td. snyrtivörum og ilmvötnum,,enda hamstra útlendingarnir því þegar þeir koma til landsins. krem sem frúin notar kostar um 22.000 þar 29.000 í hagkaupum og það er a milli 35 og 40.000 á kastrup. Þeir hafa ekki hækkað í takt við gengislækkunina.

  SvaraEyða
 3. HVERNIG KREM ER ÞAÐ!!!!!???????

  LANDIÐ ER AÐ FARA TIL ANDSKOTANS, ALLIR AÐ SVELTA Í HEL Á MEÐAN SVONA HYSKI EINS OG ÞÚ OG ÞÍN FRÚ HALDIÐ ÁFRAM AÐ FERÐAST Á SAGA CLASS EINS OG EKKERT HAFI Í SKORIST OG HALDIÐ ÁFRAM AÐ HLAÐA SEÐLUNUM INNÍ BANKANA.

  MEGIR ÞÚ DREPAST Í HELVÍTI GÓÐI! HELST SEM FYRST!

  SvaraEyða
 4. Sumir geta verið óþægilega fljótir upp.. Ég stórefast um að liðið sem kom kreppunni af stað sé að lesa okursíðuna, líklegra þykir mér að "hyskið" sem hér er að deila með okkur reynslu sinni og fær þessar líka fallegu kveðjur hér að ofan tilheyri hópnum sem einmitt kemur til með að bjarga okkur úr kreppunni, millistéttarfólkið sem er búið að vinna sig upp í upp í að þéna vel sem launþegar á eigin kennitölu (og borgar þ.a.l. fullan skatt (eða hátt í það, persónuafslátturinn er náttúrulega alltaf til staðar, en hverfandi prósenta með hækkandi launum), ólíkt verktökum með fyrirtækiskennitölu að ekki sé talað um fólk sem lifir á fjármagnstekjum), og hefur efni á að eyða peningum, sem heldur okkur hinum í vinnu.. fólk sem lifir á kúlulánum úr föllnum bönkum þarf varla mikið að spá í hvað bera að varast á neytendamarkaðnum, en almennir launþegar þurfa alltaf að vera vakandi, jafnvel þótt launatékkinn leyfi enn að þau geti lifað hátt.

  SvaraEyða