föstudagur, 23. október 2009

Enn um verðmerkingar í Krónunni

Ég versla oftast í Krónunni, við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, því þar er opið lengur en til 18.30.
Ég kaupi mér oft svona svokallaðar sparpakningar af nammi til að eiga smá sykur búst í bílnum.
Í gær ætlaði ég að kaupa 400gr Krónu, súkkulaðihjúpaðir lakkrísbitar, sem ég hef keypt nokkrum sinnum áður, en nú voru bara til 200gr pokar, en verðmerkingin á hillunni hafði ekkert breyst, það stóð eftir sem áður 549kr. 400gr. (kg.verð. 1373). Sem þýðir að 200gr. Ættu að kosta helming af 400gr, eða 1/5 af kg verði eða 275kr.

Þegar ég kom á kassan var ég rukkaður um 379kr, svo ég sagði stúlkunni á kassanum að þetta væri minnsta kosti 100kr of dýrt, þá fór hún með pokan inn að hillunni og rótaði þar til hún fann 400gr. Pokann, svo ég tók hann auðvitað, en hún setti hinn bara til hliðar og svo var auðvitað ekkert gert í málinu.

En mín spurning er, er þetta leyfilegt þar sem kg verðið er gefið upp á hillunni?
Bestu kveðjur, Skúli.

5 ummæli:

  1. Kílóverðið sem var á hillunni var ekki af 200gr pakkningu heldur 400gr. Þannig að það er ekki hægt að miða við það í þessu. Minni pakningar eru lang oftast dýrari. En auðvitað er lélegt að hillumiða hafi vantað.

    SvaraEyða
  2. Hvað á maðurinn að halda, hann sér eina verðmerkingu, þótt undarleg sé, þetta var jú sama varan bara í öðrum umbúðum, ekki eins og hann hafi heimtað Nóa bita á Krónubitaverði af því það var eina verðmerkingin.. Alveg sjálfsagt að hamra á svona löguðu í von um að menn fari kannski að sinna þessu til tilbreytingar.

    SvaraEyða
  3. Hvernig vitið þið að það hafi ekkert verið gert meira í málinu? Þið farið útúr búðinni, eruð væntanlega ekki lengur þar til að fylgjast með að eitthvað sé gert í málunum.

    Svo er það vitað mál að minni pakkningar kosta alltaf (nánast alltaf að mér vitandi) meira.

    Tek fram að ég vinn ekki þarna.

    SvaraEyða
  4. Það sem er alltaf best að gera í þessum málum er að skoða strikamerkingarnar á pakkanum og bera saman við strikamerkingarnar á hillunni. Ef það stemmir þá ertu með rétta pakkann. Þetta þarf að segja neytendum.

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus #2 aftur. Verslanirnar eiga að vera með þetta í lagi. Við neytendur eigum ekki að þurfa að rýna í smáa letrið á miðanum til að vera viss um að við séum með þá vöru sem er merkt á hillukantinum.

    Ég stend ennþá með bréfhöfundi, finnst þetta bara mjög skemmtilegt "twist" hjá honum, að fara fram á að fá litla pakkann á sama kílóverði og þann stóra því það var eina verðmerkingin. Ég hugsa að ég myndi alveg láta á þetta reyna sjálfur lendi ég í þessari stöðu, bara svona því þetta hljómar skemmtilegra en bara að kvarta :P

    Auðvitað vita það allir að litlir pakkar eru dýrari en stórir, en það er ekki pointið með færslunni eða athugasemdinni sem hann gerði á kassanum, heldur það að verðmerkingum sé ábótavant.

    SvaraEyða