þriðjudagur, 20. október 2009

Misdýrir tölvuleikir

Ég fór í BT í Skeifunni í dag og sá að Wolverine tölvuleikurinn og Monsters vs. Aliens fyrir PS3 tölvu kostuðu 9.999 kr. Í gær var ég skoða elko.is og þar kostuðu leikirnir 3.995 kr.
Kv. Eyrún

5 ummæli:

 1. Þetta er hreint ótrúlegur verðmunur, og óþolandi að maður skuli þurfa að þeytast út um allan bæ í hvert skipti sem maður ætlar að kaupa eitthvað.

  Að sjálfsögðu væri maður ekki að því fyrir einhverja hundraðkalla en þegar það munar kannski 5.000 krónum þá gerir maður þetta, fyrst og fremst til að styrkja þá aðila sem leggja sig fram við að bjóða gott verð.

  SvaraEyða
 2. Elko Er líka Langtum ódýrasta tölvuleikjabúðin en stundum hafa BT og fleyri búðir ódýra leiki sem kosta meira í Elko !!!

  SvaraEyða
 3. Skefilegt að fólk skuli þurfa að gera verðsamanburð.. Það ætti allt að kosta það sama allstaðar.

  Ein ríkisbúð fyrir mig takk.

  SvaraEyða
 4. hafandi starfað í tölvuleikjaverslunum (og verið áhugamaður um þá) get ég sagt að Elko er ekki ódýrasta verslunin, verð á nýjum leikjum er yfir höfuð það sama í t.d. elko og bt (mismunur upp á 100 kr.- í mesta lagi). Hinsvegar gerist það alltaf öðru hverju að leikir sem verslanir eiga í miklu magni (eins og t.d. wolverine sem sena dældi í verslanir í gífurlega upplagi) það sem þeir seldust ekki jafn mikið og gert var ráð fyrir. Þar af leiðandi setja lækka verslanir oft verð á þeim leikjum þar sem að raunbirgðaverðmætið er ekki það sama og það ætti að vera ef enginn vill kaupa leikinn og verslun situr uppi með tugi eintaka (sem margir hverjir eru keyptir inn á 6-8 þúsung krónur).

  Gamestöðin er ódýrust um þessar mundir.

  SvaraEyða
 5. Verslun situr ekki uppi meå eintökin.

  Allavega í Elko er það svo að leikjum er hiklaust skilað á birgja ef það er til of mikið af þeim og/eða selst illa. Sama á við um bíómyndir.

  SvaraEyða