föstudagur, 23. október 2009

Frásögn af Bíla áttunni

Ég fór með bílinn minn í viðgerð um daginn í bíla áttuna, bíllinn er Opel Corsa-b '95
Ég fór með varahluti með mér til þeirra; gorm, stýrisenda, og rúðuþurku mótor, með tilmæli um að setja það í og yfirfara ljós því bíllin væri að fara í skoðun, þeir hafa samband og segja mér að handbremsan er eitthvað slöpp (þrátt fyrir að ég noti hana aldrei) og að það þurfi að skipta um bremsuborðan í henni, ég spyr hvort það sé dýrt og fæ að heyra að það sé ekki dýrt og að reikningurinn sé kominn í u.þ.b. 40.000 kr., þannig að ég segji þeim að skipta um það líka.
Þegar ég kem daginn eftir og spyr hvað þetta kosti þá fæ ég að heyra að það kosti 81.000 kr. þannig að það kostar 40.000 að skipta um handbremsubarka, svo skiptu þeir um bremsudælu hægramegin að aftan, en það var aldrei samþykkt að þeir geri það, mér brá svo svakalega að ég fékk bara sjokk og labbaði út, þeir hringja svo í mig allan daginn og svo loksins þegar ég fá af mér að svara þá segja þeir að ég verði bara að borga þetta sama hvað var sagt og hvað mér finnist.
bíllin er skráður á mömmu mína sem átti bílinn á undan mér, og á föstudaginn var hringt í hana og haft í hótunum um að það yrði að borga þetta annars yrði þetta bara sent í lögfræðing.
Ég vill taka fram að bíllinn er ekki þess virði að láta gera við hann fyrir 81.000 kr. þannig að ég hefði frakar látið urða bílinn heldur en láta gera við þetta, og allir bifvélavirkjar sem ég hef talað við segja að það sé virkilega furðulegt að þeir láti ekki vita þegar að þeir sjá fram á að viðgerðinn komi til með að kosta meira en virði bílsins er og eiginlega bara ósiðlegt og svínslegt.
Þegar ég sækji loksins bílinn núna í dag þá hafa þeir sett 2.000 kr. Aukalega fyrir að ég sendi þetta e-mail á moggan og sendi Cc. Á þá. Þeir komu allir fram í afgreiðslu og voru með læti og voru að æsa sig við mig og spurja hvers vegna ég hefði verið að hafa samband við fjölmiðla.
Einnig fór ég með sama bíl til að skipta um viftureim og í olíuskipti og smurningu til þeirra fyrir nokkrum árum(2-3) þegar þeir voru að auglýsa að með olíuskipum og smurningu fylgdi liggy-moe vélarhreinsun , þegar ég sótti bílinn og spurði hvort það hefði ekki örugglega verið gert þá sögðu þeir að efnið sem var notað var búið þannig að ég fékk það ekki, ég fékk ekki afslátt eða að eiga það inni, viku eftir að ég fékk bílinn svo aftur þá slitnaði viftureiminn og þeir sögðu að það var mér að kenna og létu mig borga nýja viðgerð og þegar sú reim var farin að hljóða illa 2 dögum seinna þá fór ég atur til þeirra og sagði þeim hvað var, þá skoðuðu þeir bílinn og sögðu mér að altenatorinn væri orðil lélegur og það þyrfti að skipta, sem kostar 70.000 með vinnu, ég fékk altenatorin hjá þeim og lét kunningja minn skoða hann og hann sagði að það var ekkert að honum þannig að ég fór með hann aftur til þeirra og sagði þeim að það var ekkert að, þá fóru þeir að koma með einhverjar afsakanir og gáfu mér 25% afslátt á vinnuni við að skoða bílinn í það skiptið, ég fór með bílinn til vinar mins sem gerði þetta frítt og sagði að þeir höfðu sett þetta einhvernvegin skagt í þannið að það var ástæðan fyrir öllum vandræðunum, nú veit ég ekki hvort það var óvart eða til að tryggja að ég myndi þurfa að koma aftur.
Svo fór mamma með þennan sama bíl í viðgerð einhverntíman þegar hún átti bílinn og þá voru einhver vandræði og bögg í gangi,
Ég hef heyrt svo margar sögur af því hvað þeir eru að fara illa með fólk, vildi bara setja þetta þar sem fólk sér það

9 ummæli:

 1. Vá lætur ekki taka þig í óæðri endan einu sinni, ekki tvisvar heldur þrisvar. Vá hvað þetta er eitthvað svo týpískt íslenskur neytandi. Ég ætla bara rétt að vona að þetta sé í síðasta skiptið sem þú ferð þangað.

  SvaraEyða
 2. Hélt að það tæki ekki 3 ár að komast að því ef eitthvað fyrirtæki væri ekki að standa undir þeim væntingum sem maður hafði. Þeir eru að taka þig svoleiðis í ****gatið að þú ættir að vera farinn að verða var við að þeir eru ekki að gera það sem þeir eiga að vera að gera. HÆTTU AÐ FARA TL ÞEIRRA. Allt of margir halda áfram að fara til fyrirtækja sem eru að svíkja þá, sem segir fyrirtækinu að þeirra viðskiptahættir séu í góur lagi.

  Auðvitað er það rosalega lélegt að vinna vinnu sem ekki er beðið um, sjálfur fæ ég allt skriflegt frá verkstæðum í sambandi við hvað á að gera og því geta þeir ekki bætt neinu við.

  SvaraEyða
 3. Hljómar svona eins og ég hafði tilfiningu fyrir þessum aðilum. hringdi einhvern tíman í þá vegna bremsuklossa að aftan, minnir að verðmiðinn hafi verið 16-18þúsund plús varahlutir. Sem að þeir sögðu að kostuðu um 20þúsund (kostuðu 5þúsund kall í raun). Þegar að ég fer að fussa yfir verðinu og sagði að þetta væri hálftíma vinna í mesta lagi og ég væri ekki gömul kerling sem að hefði aldrei svo mikið sem sett bensín sjálf á bíl, sögðust þeir gera þetta svo rosalega "vel" og "rétt" endaði með því að ég fór á lítið bílaréttinga stæði og sá að lyftan þeirra var laus, samdi við karlinn á staðnum að borga honum 3000kall og ég myndi gera þetta að mestu sjálfur, tók hálftíma tæpan. þannig að þá með sönnu seigja að það margborgar sig að hringja á fleirri enn einn stað og fá föst tilboð og ekki láta svona helvítis fávita blóðmjólka allt og alla

  SvaraEyða
 4. Ég á bara ekki orð... Af hverju fórstu til þeirra aftur?!?!?!?

  SvaraEyða
 5. nákvæmlega,af hverju fórstu aftur? Það eru til tugir af bílaverkstæðum í Rvík!

  SvaraEyða
 6. Ég vil í þessu sambandi nefna að á undanförnum árum hef ég eingöngu og margoft skipt við fyrirtækið MAX1 og alltaf fengið góða og trausta þjónustu án undantekninga. Þar koma menn fram af 100% heiðarleika og umhyggja fyrir kúnnanum og hans þörfum skiptir öllu máli - eins og það á að vera.

  SvaraEyða
 7. Það er ekki annað en hægt að hlæja að svona vitleysum sem láta taka sig í óæðri endann margsinnis....

  Fool me once...........

  SvaraEyða
 8. Bara að nefna það að handbremsan fer víst einmitt þegar hún er ekki notuð.

  SvaraEyða
 9. Verð bara að hrósa n1 fyrir að vera með góða þjónustu á lágu verði. Eftir að hafa farið á olís og keypt eina rúðuþurku fyrir 2489kr þá fer ég á þjónustuverkstæði n1 á bíldshöfða til að láta skipta um tvö ljós sem var smá vesen að komast að og gaurinn var rúmlega hálftíma að þessu. Ég bjóst við einhverjum ósköpum eftir þetta rúðuþurkuverð hjá olís en þetta kostaði 1786kr sem mér þykir nokkuð vel sloppið þar sem innifalið voru tvær perur og viðkunnalegur gaurar að vinna þarna.

  SvaraEyða