föstudagur, 11. september 2009

Villandi auglýsingar frá Flugleiðum

Flugleiðir auglýsa nú verð á flugi til nokkurra borga þ.a.m. Orlando sjá tengil. Verðið sem þeir augýsa til Orlando aðra leið er frá kr. 30.650. Leituðum við á netinu en gátum ekki með nokkru móti fundið þetta verð. Ég hringdi á söluskrifstofu Flugleiða og spurði hvar hægt væri að finna þetta verð. Þá kom í ljós að það er ekki til! Hvað eru þeir að meina með þessari auglýsingu ? Eru þeir að gera lítið úr okkur með því að láta okkur eyða tíma og vinnu í ekki neitt ?
Kveðja,
Kristín

3 ummæli:

 1. Sammála þessu, ég er búin að vera að leita í þessu tilboði, í mínu tilfelli flug til Munchen, Þýskalandi, sem á að vera til á 19.800.. Og ég fór að leita svona mínútu eftir að ég fékk tölvupóstinn..
  Kveðja, Auður

  SvaraEyða
 2. Þeir gera þetta oft. Faðir minn hringdi í þá í sumar þegar þeir auglýstu svona sæti til margra borga og spurði hvenær þessi sæti á þessu verði væru því við fundum þau ekki, og það voru víst einhver örfá sæti einhverntímann þarnæsta vetur eða eitthvað álíka fáránlegt. Það er dáldið eins og að auglýsa bleyjur á tilboði en svo þegar maður ætlar að kaupa pakka þá er búið að fela hann einhversstaðar í risastóru fjalli af bleyjum sem ekki eru á afslætti...

  SvaraEyða
 3. Ég kíkti á þennann tengil og þar stendur "Orlando frá 30.650 aðra leið".

  Á vefnum á Icelandair.is stendur "Vinsamlegast athugið að takmarkað framboð er á þessu verði og því ráðlagt að bóka með góðum fyrirvara."

  Ég veit ekki hversu mikið gegnsærri það er hægt að vera í þessu tilfelli. Þeir segja að verðið sé "frá" og þeir taka fram að það sé takmarkað framboð.

  SvaraEyða