föstudagur, 25. september 2009

Rándýrt íþróttateip

Rosalega finnst mér íþróttateip dýrt. Í Lyfjavali kostar rúlla af Leukotape classic (3,75 cm x 10 m) 2.580 krónur. Aðrar tegundir eru drasl, svo því sé haldið til haga. Síðast þegar ég gáði kostar þetta líka á þriðja þúsund í öðrum apótekum.
Í Svíþjóð er hægt að fá þetta á 40 SEK * 18 ISK/SEK = 720 ISK. Ef maður flýgur til Svíþjóðar þá þarf maður bara að kaupa tvær rúllur á mann í einu fótboltaliði til að borga ferðina. Sjá http://www.hockeylife.se/?artnr=150-03
Kv.
Þorvaldur

2 ummæli:

  1. Ég er sammála þér í þessum efnum...það er orðið fjárfesting að kaupa bolta teip fyrir leiki.

    SvaraEyða
  2. Panta bara á ebay fyrir allt liðið og sniðganga svona okur.

    SvaraEyða