föstudagur, 28. ágúst 2009

Íslenskunámskeið hjá Mími

Íslenskunámskeið fyrir útlendinga hjá Mímir. sept 2008 verð kr. 13.800,
janúar 2009 sama námskeið 16.500 og haltu þér fast: September 2009, verð kr.
29.500 fyrir námskeiðið. Kannski halda þeir að sjóðir stéttarfélaganna sem
borga oft um 75% af námskeiðunum séu orðnir svona digrir.
Kannski að yfirbyggingin hjá Mímir sé orðin fullmikil?
Hafsteinn

3 ummæli:

 1. „Menntamálaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa á undanförnum árum niðurgreitt nemendagjöld vegna íslenskunáms útlendinga umtalsvert.

  Nú hefur Reykjavíkurborg hinsvegar hætt öllum styrkveitingum og menntamálaráðuneytið lækkað sín framlög verulega. Það er ástæðan fyrir því að nemendur sjálfir þurfa að greiða hærra gjald.“

  Kv
  Mímir-símenntun

  SvaraEyða
 2. Og svo kvörtum við yfir því að starfsfólk í ákveðnum verslunum tali ekki íslensku. Frekar skulum við ráðast á stjórnkerfið.

  SvaraEyða
 3. Það er reyndar rétt að yfirbygginguna mætti áreiðanlega minnka eitthvað en þetta er rétt með niðurgreiðslurnar, sorglegt mál bara.

  SvaraEyða