Í öllu okrinu undanfarið finnst mér ég hafa dottið ofan í lukkupott í bílaviðgerðum. Nesdekk út á Granda skipta ekki bara um dekk heldur gera við bílana líka. Nýverið hef ég tvisvar þurft að gera við bílinn hjá mér. Í fyrra skipti þurfti að gera við pústið, logsjóða og fleira og það kostaði rúmar 10þ kr. Í dag var svo gert við bæði handbremsu og skipt um stýrisenda svo bíllinn færi í gegnum skoðun og það kostað kr. 13.799 og þurfti ég ekki að borga aukalega fyrir það að þeir náðu í varahluti fyrir mig. Ég var í mörg ár á gömlum bíl sem oft þurfti að gera við og man ég sjaldnast eftir því að kostnaður væri nokkurntíman undir 20.000 kr. sama hvað var gert, hvað þá viðgerðir sem þessar. Strákarnir segja manni fyrirfram hvað þarf að gera, hversu langan tíma það tekur og svo stenst allt eins og stafur á bók og er jafnvel ódýrara en þeir hafa metið. Þeir eru ákaflega þjónustulundaðir, útskýra fyrir manni í smáatriðum ef maður vill skilja viðgerðina og eru alltaf skemmtilegir. Ég tek það sérstaklega fram að ég á engra hagsmuna að gæta við þetta fyrirtæki, græði ekkert á því að senda þetta inn en mér finnst þetta fyrirtæki bara eiga virkilega skilið að fá hrós. Ég var á leiðinni með að skipta um bíl og fá mér nýrri en sé núna fram á að geta átt hann mun lengur án þess að fara á hliðina af viðgerðakostnaði.
Bestu kveðjur,
Anna
Heyr heyr við viljum fleiri svona góð dæmi :)
SvaraEyðaÉg versla alltaf líka við þá út af sömu ástæðum - það er ekkert kjaftæði hjá þeim
SvaraEyða