laugardagur, 1. ágúst 2009

Okur í Hrauneyjum

Í anda þeirrar samkenndar sem ég taldi að kreppan hefði skapað ákvað ég í vor að ferðast í framtíðinni meira innanlands og styrkja íslenskt, en eftir því sem ég rekst oftar á okurstarfsemi íslenskrar ofurgræðgi verð ég fráhverfari þeirri hugmynd.
Um daginn eftir Sprengisandstúrinn komum við svöng og þreytt við í Hrauneyjum og ætluðum að fá okkur að borða. Í boði var súpa og salatbar á litlar 2200 krónur, sem hefði hugsanlega verið hægt að réttlæta ef salatbarinn hefði til dæmis innihaldið eitthvað ríkulegra en þessar þrjár tegundir af pasta út á kálið. Það þarf náttúrlega ekki að orðlengja að út fórum við án þess að fá okkur að borða.
Ef ferðamannaiðnaðurinn ætlar að halda áfram að haga sér svona þá er eins víst að:
a. Ferðamönnum fjölgi ekkert þar sem það er ekkert ódýrara á íslandi en annarsstaðar þrátt fyrir hagstætt gengi
b. Íslendingar kjósi heldur að borga okurverð fyrir salatið sitt í útlöndum.
http://bibbasvala.blogcentral.is/

1 ummæli:

  1. Já samkvæmt kerfinu sem við lifum við ætti samkeppni að drepa svona. En mér er farið að sýnast að sá hluti sé hálf veikburða í svona fámennu landi.

    SvaraEyða