Ég fór í bakarí í morgun til að kaupa mér rúnstykki sem er nú ekki í frásögur færandi en mér ofbauð svo verðið á ósmurðu einföldu birkirúnstykki að ég mátti til með að senda línu. Rúnstykkið kostar 120 krónur í Mosfellsbakarí Háleitisbraut og svona til samanburðar þá kostar rúnstykkið í Bernhöftsbakarí 50 krónur, 85 krónur borgaði ég fyrir rúnstykki um daginn í Björnsbakaríi Austurströnd. Ég keypti mér nú þetta rúnstykki í Mosfellsbakaríinu í morgun af því einfaldlega ég nennti ekki að fara neitt annað fyrir eitt rúnstykki sem ég var búin að ákveða að fá mér en það er nokkuð ljóst að næst þegar mig langar í nýbakað bakkelsi þá verður það ekki Mosfellsbakarí sem ég legg leið mína í fyrir utan að brauðið í Bernhöfts er líka svo miklu bragðbetra (o;
Góða helgi,
Thelma
Það er ekki okur ef þú kaupir hlutinn. Þá ertu að samþykkja að borga uppsett verð.
SvaraEyðaRúnstykki í Nóatúni kostar um 140 kr stykkið. Svo er vert að benda á eins og gert var við annað okurdæmi hér um daginn að Mosfellsbakarí,Jói Fel og Bakarameistarinn eru okurbúllur.
SvaraEyðaJá þetta er bara gamalt púður. Það gerist nefninlega hérna að vara með lágri krónutölu hækkaði töluvert hraðar prósentulega en aðrar vörur. þar sem fólk var hætt að spá í verði á þeim. Vonandi fer fólk að hætta að láta ræna sig um miðjan dag.
SvaraEyðaÉg var að leita að marsipanmynd á afmælisköku fyrir nokkrum mánuðum síðan og eftir að hafa hringt í nokkra staði keypti ég hana í Mosfellsbakarí, þar sem hún var ódýrust þar. Þetta var fín mynd og góð þjónusta. En ég get svo sem ekki tjáð mig um verð á öðrum vörum þar, þar sem ég er ekki nálægt þeim og kem þangað sjaldan.
SvaraEyða