miðvikudagur, 12. ágúst 2009

Panta mat með aukakostnaði

Núna er ég svöng og langar að panta mér mat því ég er svo þreytt að ég nenni ekki að sækja hann í kvöld. Ég er búin að taka eftir nokkrum auglýsingum með pantamat.is. Þeir taka meðal annars fram að maður fái meira fyrir peninginn, bestu tilboðin, maður getur fengið sent eða sótt og að það sé enginn aukakostnaður. Mér fannst þetta sniðugt og ætlaði að panta mat á síðunni þeirra en þá kemur fram í svona ca. 90% tilvika að það sé sendingarkostnaður, mismikill þó eftir stöðum. Þar sem er enginn sendingarkostnaður er e.h lágmarks upphæð sem þú þarft að kaupa fyrir til að fá sent heim til þín án kostnaðar, sem mér finnst alveg sanngjarnt. Mér finnst þetta blekkjandi auglýsing og ekki eiga sér stað að það sé enginn aukakostnaður þegar þú þarft að borga sendingar kostnað! Hvað er það annað en aukakostnaður?
HB

5 ummæli:

 1. sendingarkostnaður er bara náttúrulegt fyrirbæri og fulleðlilegt að borga fyrir að fá matinn til sín. Veitingastaðirnir ákveða sinn sendingarkostnað sjálfir, ekki vefsíðan. Enda er verið að auglýsa þjónustu vefsíðunnar.

  Hvað aukakostnað varðar, þá fyndist mér það vera aukakostnaður ef það þyrfti sérstaklega að greiða fyrir þjónustu síðunnar, s.s. að fá að panta í gegnum netið.

  SvaraEyða
 2. Hver er munurinn á því að panta í gegnum netið eða hringja og panta ? Villandi síða.

  SvaraEyða
 3. það kostar að hringja og panta.

  Fyrir utan það að sá möguleiki að geta pantað í gegnum netið er himnasending fyrir þá sem þjást af feimni eða kvíða. Tilhugsunin ein að þurfa að hringja í ókunnugt fólk er því miður of hræðileg fyrir suma.

  SvaraEyða
 4. Ætli manneskja sem getur ekki hringt geti farið til dyra og tekið við matnum ? :D

  Að öllu gamni slepptu hef ég reyndar tekið eftir svona símafeimni hjá fólki.

  SvaraEyða
 5. Ég mæli með að fólk kaupi ekki mat af "Pantamat.is". Ég keypti mat þar einu sinni og ég fékk kolvitlausa pöntun senda heim. Þegar ég bað um að þetta yrði leiðrétt var mér sagt að ekkert væri hægt að gera í málinu því að ég hafði pantað matinn af þessari vefsíðu og mér var bara sagt að ég yrði bara að tala við þá til að fá þetta leiðrétt. Þegar hringdi í þá var bara einhver útlendingur sem svaraði símanum sem sagðist neyta að leiðrétta þetta og borga mér tilbaka á bjagaða íslensku. Ekki nóg með það að ég borgaði offjár fyrir mat sem ég vildi ekki þá tók hann einnig 20 mínútur lengra að koma til mín en mér var sagt hann yrði.

  SvaraEyða