fimmtudagur, 13. ágúst 2009

Ódýrt kaffi í miðbænum

Café Latté í frauðmáli kostar svona um 400 kall víðast hvar. Ég fór í Bernhöftsbakarí á Bergstaðastræti áðan og pantaði mér tvöfaldan latté úr kaffivél. Slíkt kostar ekki nema 235 kall hjá þeim og er fullkomlega sambærilegt við flest svona kaffi sem maður fær annars staðar. Þar að auki má minna á að öll rúmstykkin eru enn á 50 kall stk hjá þeim en eru oft á 100 kall eða meira annars staðar. Áfram Bernhöftsbakarí!
Dr. Gunni

2 ummæli:

  1. Kaffi úr algerlega sjálfvirki kaffivél er engann veginn sambærilegt við kaffi úr hálfsjálfvirkum vélum, þar sem mjólkin er flóuð í könnum.

    Það er hægt að fá kaffi úr svona sjálfvirki vél, örugglega í svipuðum gæði og kaffið í þessu bakaríi, í 10-11 fyrir um 200 kall..

    SvaraEyða
  2. en samt áfram bernhöfts með verðið á rúnstykkjum, ég fer alltaf þangað þegar ég get :) virkilega gott bakarí

    SvaraEyða