laugardagur, 29. ágúst 2009

Myglaðar kartöflur

Keypti sætar kartöflur í Netto frá Búr ehf. Það stóð á þeim "á grillið" og voru pakkaðar inn í mjög fínan gylltan álpappir, 2-3 litlar í pakka á 379 kr. Sárvantaði þær í ofnrétt og neyddist þessvegna til að kaupa þær því annað var ekki í boði í búðinni. Þegar ég kom heim og tók álpappírinn utan af þeim voru þær drullu myglaðar svo gróðurinn stóð upp úr þeim.
Lexían: Pakka sjálfur í álpappír hér eftir. Gott að láta fólk kaupa mat sem er óboðlegur svínum blindandi. Takk Búr ehf.
Eyþór

4 ummæli:

  1. Ég má til með að benda á álíka dæmi í Krónunni í Hafnarfirði. Ég ætlaði að kaupa grillkartöflur sem búið var að pakka inn. Örugglega 90 % af kartöflunum voru farnar að spíra það mikið að gróðurinn var sums staðar kominn um 10 cm út úr pakkanum. (Kannski var Eyþór að tala um spíraðar kartöflur því í mínu tilfelli var ekki um myglu að ræða(???))

    SvaraEyða
  2. Afhverju að pakka kartöflum í álpappír?
    Þegar það er gert og þær skelltar í ofn eða á grillið, þá er í raun verið að sjóða kartöflurnar í sínum eigin vökva..
    Þið sem notið vökva takið eftir því næst hvort diskurinn ykkar sé ekki fljótandi í smjöri, þar sem kartaflan hrindir öllum vökva frá sér þar sem hún er sjálf full af vökva!

    SvaraEyða
  3. Afhverju? Annars verða þær að kolamolum...

    SvaraEyða
  4. Já, ég hef sömu reynslu af innpökkuðum bökunarkartöflum.

    SvaraEyða