Ég hef, þrátt fyrir kreppu, leyft mér þann munað vikulega að kaupa mér barnaís í
brauðformi, án dýfu. Þetta hef ég gert í Olís stöðinni á Selfossi, þe. Arnbergi.
Til skamms tíma hefur ísinn kostað 149 krónur, eða þar til núna. Áðan keypti ég mér þennan sama ís, sem nú kostar 225 kr. Þetta er semsagt yfir 50% hækkun. Þetta er fáránleg hækkun og velti ég því fyrir mér hvað veldur og hvort annað hjá þessari ágætu bensínstöð hefur hækkað eitthvað svipað. Það ber þó að geta þess að lokum að kaffibollinn er frítt. Kannski er hækkunin á ísnum til að mæta því ?
kveðja,
Steindór Tómasson
Ætli hækkun á sykri hafi ekki eitthvað að segja þarna?
SvaraEyðaman eftir því á aktutaktu þegar þeir voru að auglýsa barnaís á 50kr sumrin 2006 og 2007 held ég
SvaraEyða