föstudagur, 7. ágúst 2009

Sony center vs. Ebay

Ég er nú ekki vanur að kvarta né kveina en mér vægast sagt ofbauð um
daginn. Þannig er mál með vexti að ég þurfti að kaupa batterí fyrir
sony vídeóvélina mína. Fór ég þvi í Sony Center og ath málið. Jújú..
hann átti batteríið. Svo kom að því að borga og tók ég upp veskið en
brá heldur betur þegar hann sagði batteríið kosta tæplega 14000 kr!!!
Ég trúði þessu varla og þegar ég sagði afgreiðslumanninum að ég myndi
aldrei borga svona mikið fyrir þetta þá setti hann upp
hneykslunarsvip... eins og ekkert væri eðlilegra. Þegar ég kom heim þá
fór ég á ebay og keypti 2 stk af þessum batteríum á.. og hlustaðu
nú... 25 ameríska dollara eða ca 3000 kr!!! Svo bætist náttúrulega við
sendingarkostnaður og tollur þannig að í allra versta falli þá borga
ég í heildina 6000 kr fyrir 2 stk!!
Á tímum sem þessum, þegar alltaf er talað um gjaldeyrisvaraforða og að
nú eigi að styðja við íslensk fyrirtæki o.þ.h. þá finnst mér þetta
ekki bara ömurlegt... heldur hreint og beint lágkúrulegt. Þetta
flokkast alls ekki undir eðlilega álagningu að mínu mati og hreinlega
hvetur mann til að versla slíka hluti á netinu.
Bestu kveðjur,
Ragnar

1 ummæli:

  1. Þetta er hárrétta leiðin til að sporna við svona okri.

    SvaraEyða