fimmtudagur, 13. ágúst 2009

Okurbrauð í 10-11

Mig langaði að benda á að Heimilisbrauð kostar 489 kr í 10-11 en 189 kr í Bónus, meðalverð á þessu brauði er um 250 kr í hagkaup og Nóatúni.
Ekkert smá okur !!!
Kær kveðja, Valgerður Rúnars.

11 ummæli:

 1. Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að 10-11 er opin meira eða minna allan sólarhringinn og það vita allir að það er dýrt þar. Þetta er búð sem hægt er að redda sér í hvenær sem er, ef maður kemur sér í þá aðstöðu að þurfa þess. Best að sleppa því þá að væla yfir því, maður getur sjálfum sér um kennt !

  SvaraEyða
 2. Hagkaup er líka opin allan sólarhringinn. Þó að opnunartími sé langur hjá "klukkubúðum" réttlætir það ekki OKUR. Þeir borga lágmarkslaun og eru með enga þjónustu.
  En mæli hiklaust með því að fólk sé ekki rakkað niður á þessari síðu fyrir að koma með ábendingar, þær eru okkur öllum til góða.

  SvaraEyða
 3. Ætlar fólk endalaust að bera saman Bónus og 1011! Það er út í hött! 1011 eru ekki og hafa aldrei gefið sig út fyrir að vera ódýr. Þjónustan hjá þeim felst í því að það er alltaf opið og það kostar pening!

  SvaraEyða
 4. það sem ER samt fáránlegt er að sömu aðilar eiga þessar verslanir,bónus,hagkaup og 10-11 þeir eiga líka aðföng sem er birgi fyrir þessar búðir.
  þetta ER okur hjá 10-11 vegna þess að 10-11 fær nákvæmlega sama verð á brauðum,gosi og bara öllu og Bónus fær það er að segja ódýrasta heildsöluverð sem hægt er að fá nema ólíkt sjoppunum litlu einkareknu þá er 10-11 með FÁRÁNLEGA háa ólagningu og það er OkUR!

  áður en þessir aðilar eignuðust 10-11 þá var 10-11 klukkubúð sem reyndar var ekki opin allan sólarhringinn en hún var með verð sem voru samkeppnishæf við nótatún,hagkaup og stundum meira segja bónus því þetta fyrirtæki stóð í allvöru samkeppni. annað en í dag! fjandans viðbjóður.

  SvaraEyða
 5. Allir vita, að 10-11 eru dýrustu matvörubúðirnar, alveg eins og LYF OG HEILSA er dýrasta apótekið að verzla í.

  SvaraEyða
 6. 10 11 er með hærri álagningu en Bónus því það er hærri launakostnaður vegna kvöld- og næturvinnu og fleiri ástæður. Fullkomnlega réttlætanlegt.

  SvaraEyða
 7. Það sem ER fáránlegt hjá nafnlausum nr.4 er að reikna með að innkaupsverð vörunnar sé eini útgjaldaliður verslunarinnar. Kostnaður pr. stykki selt hjá 10-11 hlýtur að vera fáránlegur, sérstaklega eftir að Hagkaup opnaði 24/7, og lætur sér nægja tvær verslanir svo alltaf er nóg að gera það á sama gamla verðinu, sem heldur kúnnunum, sem heldur verðinu, sem heldur kúnnunum (í það minnsta þeim sem eiga bíl) frá síhækkandi 10-11 og þannig hringinn koll af kolli. 10-11 hugsðu of stórt með sólarhringsdæmið og það féll um sjálft sig.

  SvaraEyða
 8. Það ætti nú að fara að stimplast inn í hausinn á fólki að 10-11 er okurhola sem tekur því ekki að kvarta yfir hér ef fólk er svo vitlaust að versla þar. Þarf ekki að rökræða afhverju....

  SvaraEyða
 9. Doktorinn ætti að fara að banna þessi 10/11 v Bónus dæmi. Man meira að segja eftir því að á gömlu okursíðunni hafi hann sagt að fleiri dæmi úr 10/11 yrðu ekki birt en eitthvað hefur það ekki staðist.

  SvaraEyða
 10. Ábending til nafnlauss nr 3: 10-11: búðirnar voru líka dýrar áður en þær urðu opnar allan sólarhringinn...

  SvaraEyða
 11. Valgerður Rúnarsdóttir25. ágúst 2009 kl. 14:53

  Ábending til þeirra sem segja að maður geti sjálfum sér um kennt að versla þar, það er rétt. EN það réttlætir ekki þetta OKURverð og ég veit að þetta starfsfólk sem þeir eru með er á litlu hærra kaupi en starfsfólk í Bónus og jafnvel á lægra kaupi en í Nóatúni.
  Hvað er að ykkur, hlaupið upp til handa og fóta og ráðist á þann sem setur inn uppl. um þetta. Finnst í fínu lagi að benda á þennan gríðarlega verðmun.
  Komið svo undir nafni sem eruð með þessa stæla !!!

  SvaraEyða