fimmtudagur, 13. ágúst 2009

Byko og Gabor

Um daginn var skrifað um það í neytendahorni Fréttablaðsins að gasið væri ódýrt í Byko. Ég gerði mér ferð þangað með tvo 9 kg gaskúta til að fá fyllingu á. Þeir
áttu reyndar bara til á 10 kg kútum og var ekkert mál að taka 9 kg
kútana uppí.
Þegar svo átti að borga var ég rukkaður um rúmlega 17.000 krónur fyrir
áfyllinguna og ég spurði hvort hún hefði ekki tekið hina uppí sagðist
hún hafa gert það.
Þetta fannst mér of dýrt og fór á Select við smáralind keypti áfyllingu
þar og borgaði rétt undir 9000 kr þar.
þannig að þetta "ódýra" gas virðist ekki vera til lengur í Byko.

Annað mál:
Ég fór í Gabor skóverslun í Fákafeni og keypti afmælisgjöf handa konunni
minni skó sem kostuðu 14,990,- Hennar stærð var ekki til enn voru að
koma þannig að ég fékk skó sem voru hálfu nr of stórir eða litlir sem hún mátti skipta þegar hennar stærð kæmi. Hún fer til þeirra og þá voru þeir ekki komnir og þau taka af henni skónna sem ég hafði keypt og segjast hringja í hana þegar
sendingin kemur. Þau gera það þremur dögum síðar og þegar hún sækir þá
er hún rukkuð um kr 5000 í viðbót. Ég efast ekki um að það séu
einhverjar hækkanir í gangi og er sjálfur að vinna í verslun.
Enn svona verslunarmáti hef ég ekki kynnst áður. Ég keypti skóna og tók
þá til að fá þá á þessu verði mér var boðið að fá gjafabréf vildi það
ekki svo verðið myndi haldast.
Með kveðju,
Jóhann Viðarsson

2 ummæli:

  1. Það er einföld ástæða fyrir þessu. Byko er aðeins með 5 og 10 kg plast kúta sem hægt er að sjá inní hve mikið er eftir af gasinu. Því er það mjög óhagstætt fyrir þá að taka við öðruvísi kútum þar sem byrginn er ekki með svona gaskúta hjá sér. Þess má líka geta að tómur plastkúturinn er töluvert dýrari en tómur járnkútur.

    SvaraEyða
  2. Plastkútarnir eru fokdýrir, en bæði þægilegri og öruggari, svo ég ákvað að skipta.. borgaði 11 á N1 fyrir að skipta tómum járnkút í fullan plast, svo 17 myndi ég telja vel sloppið fyrir 2.

    SvaraEyða