fimmtudagur, 6. ágúst 2009

Plat á útsölu

Í útvarpinu var auglýst útsala (50%) í Toppskórinn (outlet) – Vinlandsleið 6. Ég fór þangað og fann gólfskó –mundi reyndar eftir að Eccogólfskór höfðu verið á bilinu frá 14000 – 17000 síðast ég skoðaði (3 vikum fyrr) en mundi ekki eftir hvað þessi kostaði. Merkt verð núna var 22.995 kr. Fór nokkrum dögum seinna í Ecco búðina í Kringluna og þar kostaði samskonar skór um 18.000kr. Toppskórinn, sem auglýsar sig sem outlet, ódýr er sem sagt að stunda það að hækka verðið (um 4000kr) (og hækka afslátt úr 30% í 50%) og kalla þetta úsölu. Vona að það sé hægt að stoppa svona af!!!
Bestu kveðjur – og alls ekki sátt.
Annelise Larsen-Kaasgaar

5 ummæli:

 1. Orðið útsala er lögverndað með einhverjum hætti. Gæti verið að þetta sé bannað.

  En ef orðið tilboð var notað þá hefur það enga meiningu. Mátt auglýsa hvað sem er sem tilboð víst :(

  Svona eins og skyndibitatilboðin sem kosta oft sama og ef þú hefðir keypt allt í stykkjartali.

  SvaraEyða
 2. Sammála, Toppskórinn er algjört plat, þar fást engir ódýrir skór, ekki einu sinni öll þessi hræðilegu bleiku og appelsínugulu skópör!

  SvaraEyða
 3. ,,,,,,,,,,TOPPSKÓRINN...........
  Daginn. Eg gerði mer ferð upp í Toppskóinn Vínlandsleið í sl viku og ætlaði að grípa þar skó sem ég missti af á útsölunni niðrý Kringlu .........viti menn ALLT annað upphaflegt verð í Toppskónum og buið að setja 50% afsl, ég talaði við afgreiðslumennina og spurði hvernig þeim væri stætt á þessu og sagði þetta mjög villandi ..þeim fannst þetta ekki óeðlilegt því skórnir væru á þessu verði í tölvu....
  Auðvitað keypti ég ekki þessa skó...gekk út og kem ekki til með að styðja svona viðskipti.
  Kveðja VG

  SvaraEyða
 4. Ég er ekkert hissa á þessu, fór þarna fyrir ári síðan og sá þetta hjá þeim, oftar en ekki er búið að setja 30-50% ofan á verðið sem var fyrir og svo er afsláttur. Það ætti að vera búið að loka þessu Outleti fyrir svik og pretti en því miður er fullt af fólki að versla þarna og telur sig vera að gera góð kaup.

  SvaraEyða
 5. Það er augljóslega fólk sem kann ekki að telja. Gerði mér lika kaup þarna hjá þeim á skó sem ættu að vera þægilegir. Eftir 3 skipti í þeim ég fór að drepast í fótunum, for í búðina til þeirra sagði frá þessu, ungir strákar í afgreðslu sögðust ekki geta skipta um skó og það er ekkert af þeim. Ég Þurfti að hringja í verslunar stjóra sem er aldrei á staðnum sjálfur. Þau lofuðu að láta kikja á skóna, gá hvað var að...... Sem sagt þau leistu málið þannig að þau hringdu í mig nokkrum dögum seinna og sögðu að ég get fengið nýja skó hjá þeim, samt það var ekkert að gömlum eða þeim fannst það, nema málið er öll skó eru eins hjá þeim og buna vera svona í siðustu ár. Hvernig á ég að velja nýja skó?

  SvaraEyða