föstudagur, 7. ágúst 2009

40% afsláttur bara 20%

Ég var að versla í Bónus upp í Mosfellsbæ í gær, kl: var að verða 18:00, eða komið að lok dagsins 4.ágúst. Inn í kæli hjá þeim voru kjúklingar frá Ali á 40% afslætti merktir á hvern og einn svo var einnig stóru gulu spjaldi komið fyrir í hillunni sem á stóð 40% afsláttur af Kjúklingum frá Alí, (notabene þetta var í lok dags), nema ég fer alsæl að kassanum og borga það sem ég verslaði sem var fljótt að rjúka upp í 10þús. nema hvað mér fannst þetta ansi dýrt allt saman og ég sem hafði vandaði mig verulega við innkaupin. Þegar heim var komið fór ég yfir greiðslukvittunina og viti menn, ég hafði aðeins fengið 20% afslátt af Kjúklingnum, sem á stóð 40%, ég gerði mér lítið fyrir og fór til baka því ég bý í nágrenni við Bonus og viti menn þegar ég ber þetta upp við verslunarstjórann, þá lítur hann í augu mín og segir: "þetta tilboð var aðeins um helgina", !!!! hversu langt er hægt að ganga til að seilast í buddu neytenda sinna, eru Bonusmenn ekki búnir að stela nóg??? Svo ég missti mig alveg og spurði hvort ekki væri kominn tími frá því um morguninn að leiðrétta auglýsinguna sem stæði í hillunni um 40% og skipta um miða og setja 20% í stað 40% í stað þess að svíkja neytendur og láta þá halda að þeir séu að fá 40% afslátt og selja þeim síðan vöruna á 20%. Þennan dag hafa margir verið plataðir sem voru í góðri trú um að þeir væru að verlsa kjúlla á 40% en í raun fengu þeir aðeins 20%afslátt. Svona er Ísland í dag:(
kv: Pirraður neytandi að versla við Bonus

7 ummæli:

  1. Hvernig er það er verslunum ekki skylt að selja vöruna á auglýstu verði? Ef þeir eru með skilti sem segir 40% afsláttur þá hlýtur að eiga að fást 40% afsláttur svo lengi sem skiltið er uppi! Held að það sé meira að segja lagastoð fyrir þessu!

    SvaraEyða
  2. Hvernig er það les fólk ekkert á strimilinn við kassan ?

    Mér finnst það eiginlega m.v. reynsluna orðin soldið mikil skylda hjá alvöru neytendum að skoða á strimilinn við kassan en ekki rjúka bara í burtu og láta taka sig í æðra þegar heim er komið.

    SvaraEyða
  3. BEINT Á SKRIFSTOFU BÓNUS með þetta. Talaðu við hann Gulla eða Jón og þeir redda þessu fyrir þig. Þetta eru rekstrarstjórar Bónus.

    SvaraEyða
  4. Mikið verð ég feginn, þegar Jón Sullenberger fer að veita Baugsfeðgunum samkeppni. Þá þarf enginn að styðja Baugsfeðgana lengur. Ég forðast að versla við Baugsfeðgana og í apótek Karls Wernerssonar. Lyf og heilsu, Apótekarann og Skipholtsapótek fer ég ekki heldur.

    SvaraEyða
  5. Við skulum samt ekki fara að ákveða af því að einn verslunarstjóri sé bjáni og halda að eigendurnir séu vísvitandi að stela af okkur, þessi viðbrögð eru ekki skv. fyrirmælum, heldur hafa hans fyrirmæli frekar verið að skipta um skilti um morguninn þegar afslátturinn lækkaði úr 40% í 20. Ef þetta eru viðbrögðin sem þú færð frá verslunarstjóranum (ég hélt nú að það þyrfti ekki mikið meir en vikureynslu af verslunarstörfum til að vita að lægra verð gildir þegar vitlausar merkingar eru annars vegar), farðu þá til hans yfirmanns, rekstrarstjórans og fáðu úrlausn þinna mála gegnum hann, því verslunarstjórinn virðist ekki starfi sínu vaxinn...

    SvaraEyða
  6. Matthías Hjartarson18. ágúst 2009 kl. 19:45

    sæl

    ég vill byrja á því að byðja þig afsökunar þetta er ekki í samræmi við okkar vinnureglur né neytenda lög. hvorki ég né Verslunarstjóri könnumst við þetta mál og veldur það mér áhyggjum að hafa starfsmann sem kynnir sig sem verslunarstjóra. ég kvet þig til að koma til okkar til að fá þetta leiðrétt og í leiðini væri gott að fá að vita hvaða starfsmaður þetta var.

    kv. Aðstoðarverslunartjóri Bónus mosfellsbæ

    SvaraEyða
  7. Ég hef sjálf 2svar lent í nákvæmlega eins dæmi, þá var reynt að koma þessu yfir á sölumennina, þeir ættu að vera búnir að skipta út... bla bla bla... alltaf að skoða strimilinn..

    SvaraEyða