föstudagur, 21. ágúst 2009

Hestamenn forðist Stakkhamar á Snæfellsnesi

Ég hef ekki lagt það í vana minn að kvarta yfir verði á vöru og þjónustu en nú gekk alveg fram af mér. Ég var í hestaferð með nokkrum vinum mínum og fórum við úr Biskupstungum og til Grundarfjarðar og til baka aftur.
Við höfum þurft að fá næturhólf á allmörgum stöðum á leiðinni og borgað fyrir það 200 - 250 kr. á hest yfir nóttina. Við fórum Löngufjörur og fengum næturhólf fyrir hestana á Stakkhamri á Snæfellsnesi og það þurtum við að greiða 1.000 kr á hest fyrir nóttina, semsagt 4 sinnum meira en það er dýrast annars staðar. Við vorum með 30 hesta og
borguðum því 30.000 kr fyrir þessa einu nótt. Ég vil bara vara hestamenn við þessum stað og hvet þá til að stoppa ekki á Stakkhamri þegar þeir fara Löngufjörur.
Kveðja
Margrét

3 ummæli:

  1. Nei fólkið á Stakkhamri er alræmt fyrir þetta og oft sagt í gríni í sveitinni að maður verði að passa sig að kíkja ekki í heimsókn því húsfreyjan bíður með baukinn.

    SvaraEyða
  2. enda hefur verð á áburði, girðingaefni og fleiru sem þarf til að halda hrossum innan girðinga hríðfallið í verði síðustu misseri.

    SvaraEyða
  3. ég var þarna á ferð fyrir ári og þá kostaði næturgisting hrossa og hagaganga 500 kr

    SvaraEyða