laugardagur, 1. ágúst 2009

Ferðapunktar Icelandair

Aðili í minni fjölskyldu hefur farið nokkrum sinnum á milli New York og
Keflavíkur frá áramótum og hefur greitt mismunandi fargjöld, yfir 20 þús.,
yfir 30 þús. og yfir 40 þús., en aldrei fengið nema 525 punkta sem er mikil
breyting frá því sem áður var. Það er greinilega nær ómögulegt að safna sér
fyrir fargjaldi með punktum. Á sama tíma fást 500 punktar fyrir flug hér
innan lands og í vissum tilfellum 1000 punktar (M Class).
Vildarklúbburinn er talsvert apparat, ætli það væri ekki hægt að lækka
fargjöld ef hann yrði lagður niður. Það breytir engu fyrir fólk að fá
rúmlega 500 punkta þegar það er að greiða háar upphæðir fyrir far.
Annað mál eru skattar og gjöld sem lögð eru á fargjöld. Í dæmi sem ég er
kunnug voru greiddar um 55 þús., þar af er sjálft fargjaldið sagt vera um 29
þúsund. Er þetta eðlilegt?
Með kveðju,
Auður

Engin ummæli:

Skrifa ummæli