mánudagur, 10. ágúst 2009

Nærbuxur með erlendum verðmiða

Í Debenhams eru seldar boxernærbuxur - 3 saman í pakka. Ætlaði ég að versla mér slíkar eins og gengur en rak augun í það að flestir pakkarnir voru með erlendum verðmerkingum, þ.e. 5 pund eða 7,5 evrur. Nú voru þetta verðmerkingar (með gulu - mjög áberandi) sem sýndu verð útúr búð annarsstaðar í Evrópu (með álagningu verslunar) og er alveg öruggt að innkaupaverð Debenhams á Íslandi er lægra og miðar við að með eðlilegri álagningu sé íslenskt verð í samræmi við hið erlenda verð með tilliti til gengis. Hins vegar kostar þessi pakkning hér kr. 2.990,- (150-200% hærra en verðið ætti að vera miðað við gengi).
Nú skýla menn sér bakvið óhagstætt gengi og því þurfi allt að vera dýrara og allt þurfi að hækka en með tilliti til gengis ætti þessi vara að kosta kr. 1050,- eða 1355,- eftir því við hvorn gjaldmiðilinn er miðað.
Kveðja,
Samúel

3 ummæli:

  1. Seljandi hugsar ekkert svona. Hann hugsar verð útfrá því hvað hann græðir mikið.

    Ef hann kaupir pakka á 500kr og selur þá á 1000kr þá græðir hann 500kr á pakka.

    Þá áætlar hann að hann selji 200 pakka á mánuði á því verði.

    Svo á móti gæti hann selt þá á 2000kr og áætlað að hann nái þá bara að selja 75 stykki en 1500kr hagnað á stykkið.

    Fyrra dæmið myndi skila 100.000 kr í hagnað.
    Seinna dæmið myndi skila 112.500 kr í hagnað.

    Fyrir utan að ef það er almennt að kaupmenn hugsi svona kemur pressa á neytandann og fleiri en 75 fara að kaupa þar sem þeir verða nú að kaupa nærbuxur. Svo eftir ákveðin tíma verður svona verðlag á nærbuxum talið eðlilegt verð.

    SvaraEyða
  2. 500 kr fyrir nærbuxur ætti að vera eðlilegt verð en ekki 1000-1500 kr á stykkið.

    SvaraEyða
  3. "er alveg öruggt að innkaupaverð Debenhams á Íslandi er lægra" .. af hverju segirðu það, ætti að vear hærra ef eitthvað er sökum smæðar markaðarins og þ.a.l. eru pantanir verslunarinnar minni sem þýðir minni afsláttur frá birgjum

    SvaraEyða