þriðjudagur, 11. ágúst 2009

Líkamsræktarkortin endalausu

Mig langar að vara fólk við sem kaupir sér kort hjá sporthúsinu og lætur draga mánaðarlega af sér upphæðina sem því nemur. Ég keypti mér skólakort í september 2008 sem átti að gilda í 10 mánuði og kostaði mig 2990 kr í mánuði. Í júlí átti seinasta greiðslan mín að vera en í byrjun ágúst fæ ég 11 rukkunina og upphæðin allt í einu orðin 3590.
Þar sem ég (og eflaust meirihluti fólks) las ekki samninginn nógu vel þarf ég að borga af þessu korti í aðra 3 mánuði þvi ég sagði því ekki upp á 6.mánuði og 500 kr meira en upphaflega, svo þeir gefa sér grænt ljós fyrir að hækka gjaldið eftir að eiginlega binditímanum líkur. Núna vildi ég óska að ég hefði staðgreitt þetta því þá væri ég laus alla mála, svo sporthúsið er í raun að mismuna og blekkja fólk sem greiðir ekki með peningum og lokka að asna eins og mig sem fatta ekki að 10 mánaða kort sé endalaust ef maður segir því ekki upp. 10 mánuðir eru 10 mánuðir. ... Ég vona bara að fólk skoði yfirlitin sín því þeir græða mikið á því að hafa þetta bara rúllandi.
Ég hringdi og talaði við miög óliðlegan sölufulltrúa um þetta mál og lýsti yfir gremju minni sem sagði "jahh, svona er þetta bara".
Kæra fólk, lesið samninginn ykkar vandlega og munið að segja upp með 3 mánaða fyrirvara ef þið viljið hætt áður en kortinu líkur er boðskapurinn með þessum skrifum mínum.
Óska nafnleyndar

8 ummæli:

 1. Ég er algjörlega sammála þessu - mér finnst þetta ekki eðlilegir viðskiptahættir. Vil þó benda á að í World Class er ekki þriggja mánaða uppsagnarfrestur á svona "árskortum" heldur SEX mánaða!

  SvaraEyða
 2. Þetta stendur í samningi sem þú skrifaðir undir! Það á auðvitað aldrei að skrifa undir samning án þess að lesa hann allan. Getur sjálfri þér um kennt! Ég held annars að það sé einhver uppsagnarfrestur í flestum líkamsræktarstöðvum.

  SvaraEyða
 3. Góður punktur, alltaf að lesa samninga áður en maður skrifar undir. Er líka í sporthúsinu með þennan díl og sagði þeim að ljúka samningnum þegar að þessum 10 mánuðum yrði lokið fyrir 2 mánuðum síðan.

  Maður getur sjálfum sér um kennt ef maður las ekki samninginn en þessi klása um uppsagnarfrest er reyndar fáránlegt og ekkert nema peningaplokk af verstu sort hvort sem þetta er almennt stundað hjá líkamsræktarstöðvum eður ei!

  SvaraEyða
 4. Bara staðgreiða þetta og málið er dautt.

  SvaraEyða
 5. Ég veit að ég get sjálfri mér um kennt, enda var þetta líka ábending til hinna. Svo eru 10 mánuðir síðan ég fékk samninginn og þó ég hefði lesið hann betur þá hefði ég pottþétt ekki munað þetta svona lengi og eflaust lent í því sama. Ég vildi bara minna fólk á þessa klausu sem eflaust flestar líkamsræktarstöðvar eru með.

  SvaraEyða
 6. Þetta er líka svona hjá Hreyfingu EN þegar ég gekk fra saminingum fór afgreiðslustúlkan vel í gegnum þetta með mér og margítrekaði til að koma í veg fyrir að ég lenti í vandræðum ef ég myndi ekki vilja framlegnja samninginn. Það fannst mér gott og traustvekjandi.
  Hín skrifaði meira að segja niður þá dagsetningu sem ég þyrfti að segja upp samningnum í síðasta lagi fyrir mig.
  En pælingin með uppsagnarfrest er frekar kjánaleg og ætti að vera max 30 dagar að mínu mati, ef einhver.

  SvaraEyða
 7. Ég vil ekki vera með leiðindi en ég er sammála flestum hérna. Maður verður að hugsa um sín mál sjálfur og vera viss um allt svona, lesa smáa letrið- það gerir það enginn annar fyrir mann.
  Annars er þessi uppsagnarfrestur frekar asnalegur að mínu mati.
  Kveðja, Kristín

  SvaraEyða
 8. Vertu með SKÆTING!! Lenti í svipuðu, "ef þú segir upp eftir 14. e-s mánaðar þá gildir næsti mánuður sem fyrsti af uppsagnarfrestinum.. blablabla" dúndraði í þá einu góðu e-maili þar sem ég sagði þeim að ég væri ekkert í neinni vinnu hjá þeim og þeir væru búnir að fá nóg af fríum pening frá mér, fékk svo bréf þar sem þeir sögðust vera búin að fella kröfurnar niður.
  Passaðu bara að vera málefnalegur og beittur, en ekki dónalegur.

  Þeir búast auðvitað ekki við því að neinn kvarti, því við elsku íslendingar látum allt yfir okkur ganga, látið í ykkur heyra og ekki leyfa þeim að halda þessum blóðmjólkunum áfram.

  Tek það fram að ég er ekki tengdur búsáhaldarbyltingunni eða neinum slíkum samtökum, er einfaldlega skelfilega pirraður á undirlægjuhættinum í íslendingum, og yfirgangi fyrirtækja.

  Kv. skætingur

  SvaraEyða