miðvikudagur, 26. ágúst 2009

Skiptibókamarkaðurinn

Þar sem þú hefur fjallað töluvert um skiptibókamarkaði undanfarið vildi ég benda þér á nýjan valmöguleika í þeirri flóru. Hingað til hafa verið tveir möguleikar fyrir þá sem ætla að kaupa bækur fyrir skólann. Þ.e. annaðhvort að fara á skiptibókamarkað hjá bóksölunum og kaupa bókina notaða eða einfaldlega kaupa bókina nýja. Síðan hefur bara verið einn valmöguleiki fyrir þá sem hafa ætlað að selja bækur. Fara á skiptibókamarkað hjá bóksölunum og fá fyrir hana inneignarnótu hjá viðkomandi bóksala sem er u.þb. helmingur af söluvirði bókarinnar.
Nú er hins vegar kominn nýr valmöguleiki fyrir bæði seljendur og kaupendur. Í 10.ágúst var opnuð vefsíðan www.skiptibokamarkadur.is þar sem nemar í framhalds- og háskólum geta auglýst bækurnar sínar til sölu milliliðalaust og gjaldfrjálst. Síðan er alfarið fjármögnuð með auglýsingatekjum og því borga notendurnir ekkert annað en að þurfa að hafa auglýsingar á síðunni. Skráðar hafa verið rumar 8.500 bækur til sölu í þessar rúmu tvær vikur sem vefurinn hefur verið í loftinu og hafa rúmlega 4.000 af þessum 8.500 bókum verið seldar.
Vildi bara láta þig vita um þennan nýja valmöguleika fyrir nema. Gangi þér vel.
Kveðja,
Valur Þráinsson
Eigandi www.skiptibokamarkadur.is

Engin ummæli:

Skrifa ummæli