fimmtudagur, 20. ágúst 2009

Verð á þurrmjólk

Ég fór og keypti dós af SMA þurrmjólk í Bónus í gær og bókstaflega sauð á mér þegar ég greiddi fyrir vöruna - 1059 krónur fyrir 450gr.dós. Síðast þegar ég keypti slíka dós fyrir u.þ.b. viku eða svo greiddi ég um 800 kr.fyrir dósina og fannst það dýrt í ljósi þess að ég greiddi um 900 krónur fyrir SMA dós í 10 - 11 um miðjan júlí. Eftir því sem mér fróðari aðilar um SMA þurrmjólk segja kostaði dósin um 500 krónur fyrir nokkrum mánuðum - en þar sem mitt barn er bara 5 vikna þá hef ég ekki frekari samanburð.
Ég hef ekki kannað í örðum verslunum verðið á þessari vöru nema í hagkaup og þar kostaði dósin í gær um 1080 krónur. Eins hef ég fengið upplýsingar um að Nettó sé langódýrast í barnamat þ.m.t. þurrmjólk - það mun ég kanna næst þegar þarf að kaupa dós.
Það er ansi dýrt fyrir mæður sem ekki geta haft börnin sín á brjósti!
kveðja
nýbökuð móðir

4 ummæli:

 1. Einföld skýring á því, Nettó má borga með vörunni, ekki Bónus skv. úrskurði Samkeppnisstofnunar.

  SvaraEyða
 2. SMA þurrmjólk 450 gr kostaði þegar mín litla fæddist þann 22. febrúar síðastliðinn 498 kr. í Bónus. 100% verðaukning.

  SvaraEyða
 3. Nafnlaus nr.2 ef þú læsir athugasemd frá nafnlausum nr.1 þá myndiru fatta að þessi verðhækkun er til komin vegna þess að Bónus má ekki borga með vörunni.

  SvaraEyða
 4. ég er 88,6% viss að ég hafi verið að kaupa 900gr dósir á 500kr eða um það þegar sonur minn fæddist desember 2007 og þangað til hann byrjaði að drekka "normal" mjólk þegar hann var tæplega 1árs :S
  pælum í því...

  SvaraEyða