föstudagur, 28. ágúst 2009

Veljum íslenskt?

Ég er sammála honum Jóni hér á síðunni varðandi óskiljanlegt verð á ísl. vörum.
Það er nánast sama hvaða vörutegundir eru bornar saman sú íslenska er alltaf dýrari, vilji maður kaupa íslenskar vörur til að efla íslenskt efnahagslíf er eins gott að hafa nóg milli handanna. Því miður finnst mér verðlagningin aðeins vera okur og hafa lítið sem ekkert að gera með gengi krónunnar. Mig langar að taka nokkur dæmi : sumar tegundir skyrs og jógúrts hafa hækkað um næstum helming á einu ári, er ekki örugglega verið að mjólka ísl.kýr og notast við ísl. ódýra orku og ísl. ódýrt vinnuafl?
Það sama er uppi á teningnum varðandi ís í ísbúðunum, nærtækasta dæmið er að barnaís með dýfu og nammi kostar nú 320 kr í ísbúðinni í Garðabæ og leyfi ég mér að halda að þetta sé um 50% hækkun frá því um áramót.
Ég hef einnig borið saman verð á kartöflumjöli, púðursykri og ýmsri þurrvöru frá Kötlu saman við innfluttar vörur og því miður munar svo miklu að ég kaupi alltaf innfluttu vöruna.
Svo er það íslenska sælgætið það finnst mér einnig hafa hækkað svakalega.
Ég fór að kaupa stílabækur í Office 1 og þar kostaði ísl. stílabókinn 220 kr á meðan ég gat fengið helmingi þykkri innfluttabók með gormum á 115 kr.
Svo verð ég að fá að nefna brauð og bakarí sem hafa aðgang að ódýrasta rafmagni Í Evrópu og eru líka með ódýrt vinnuafl, hvað í ósköpunum réttlætir verð á sérbökuðu brauði ( 500.kr) eða snúði (190kr.) jafnvel þó hveitið hafi hækkað, ekki hef ég trú á að hveitikostnaður vegi svo mikið í framleiðslukostnaðnum, a.m.k virðast pizzustaðir geta haldi verðinu niðri þrátt fyrir gengið.
Síðast en ekki síst langar mig að skrifa um 66 gráður norður, föt sem íslendingar keppast um að sýna sig og börnin sín í þrátt fyrir kreppu. Verðlagningin þar er komin út úr öllu korti og jafnvel þó ég viðurkenni að þær séu góðar held ég að því miður hafi þeir komist upp með þessa verðlagningu útaf snobbi í almenningi. Þessar vörur hafa lengi verið tákngervingur ísl. fataframleiðslu eins og þær eru t.d í ferjunni Smyril line, þar er horn í fríhöfninni sem hefur að geyma allt það besta í fatahönnun frá norðurlöndunum en þegar kom að ísl.horninu gat maður ekki annað en skammast sín fyrir að vera íslendingur, verðlagningin er þvílík að maður roðnaði sérstaklega þar sem við erum því miður þekktust fyrir peningagrægi erlendis þessa dagana. Vörurnar frá 66 undirstrikuðu það vel og m.a.s held ég að þær séu ekki lengur framleiddar hér.
Eins og áður sagði þó að fólk vilji velja íslenskar vörur þá er það einfaldlega ekki hægt og því miður sé ég engin rök fyrir þessari verðlagningu nema græðgi.
Ragna

4 ummæli:

 1. Ég skal segja þér eitt ég tek það fram að ég þekki forstjóra Emmessís. Emmessís hefur aldrei gengið eins vel síðan það var stofnað og í ár og er EINA ástæðan fyrir því aukin sala í góða veðrinu og sú staðreynd að íslendingar ferðast mun meira innanlands í ár. Ef að salan hefði ekki aukist þá hefði fyrirtækið rétt verið yfir núllinu m.v. þær verðhækkanir sem þeir settu á yfir línuna í vetur eftir hrunið.
  Og eitt enn Emmessís var eitt af fyrstu fyrirtækjunum ef ekki það fyrsta til að lækka laun stjórnenda um 12% eftir hrun.

  SvaraEyða
 2. Er alveg hjartanlega sammála með verð á útivistarvörum sem framleiddar eru erlendis fyrir Cintamani, 66°N og fleiri aðila. Verðið á þessu dóti er alveg skelfilegt. Þvílíkt okur og snobb.

  SvaraEyða
 3. Íslenskir bakarar eru nánast einu bakararnir í evrópu sem nota eingöngu rafmagnsofna. Til dæmis í þýskalandi eru notaðir olíu og gasofnar. Íslenskir iðnaðarmenn eru líka þeir hæst launuðustu í evrópu og standa aðrir fagmenn í evrópu á öndinni þegar þeir heyra hvað er verið að borga hér á Íslandi. Fólk á ekki að vera að skrifa um það sem það hefur ekki vit á, auðvitað hefur hveiti áhrif á verð á brauðum þar sem brauð er 1/3 vatn og 2/3 hveiti. Heildsöluverð á hveiti til bakara á Íslandi í dag er um 135 krónur per kíló. Það hefur fjórfaldast á einu ári, brauð hafa ekki fjórfaldast í verði á þeim tíma.

  SvaraEyða
 4. ÞAð er ansi forvitnilegt það sem þú kemur inná með pizzastaðina. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því að 16" pizza er ekkert annað en 500 gr fransbrauð með smá sósu og hnefafylli af osti.Á Dominos kostar 15" Margarita 1550 kr. Efnið í þetta kostar í mestalagi 300 kr. Þetta er okur!!!

  SvaraEyða