Sýnir færslur með efnisorðinu Nettó. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Nettó. Sýna allar færslur

mánudagur, 6. september 2010

Fáránlega dýr hjonabandssæla í Nettó

Fór Nettó um helgina og ætlaði að kaupa hjónabandssælu en hætti snarlega við.
Frá Kristjáns bakarí var hún á 949 krónur, og svo var hægt að fá eina frá Myllunni á 619 krónur en mér fannst það litlu skárra.
Kv, SG

fimmtudagur, 26. ágúst 2010

Dýr bláber í Nettó

Velkomin í Nettó!
Ferskt lífræn bláber
50% afsláttur
Verð nú aðeins 290 kr/125 g
Áður 579 kr/125 g
Kílóverð fyrir lækkun 4.632 kr. - eru ekki öll bláber á Íslandi lífrænt ræktuð?
Anna

mánudagur, 21. desember 2009

Nettó ætti að breyta nafni búðar sinnar í "Allt í plati"

Nettó ætti að breyta nafni búðar sinnar í "Allt í plati". Það gefur betri mynd
af þeim. Fyrir jólinn dreifa þeir bækling um verð sem er sagður gilda frá 17-
20 desember en þegar ég ætlaði síðan að versla hjá þeim í dag 20 desember var
ekkert að marka hjá þeim og ég gekk út í fússi og mun aldrei stíga inn fyrir
dyr hjá þeim aftur. Það á að loka svona svikabúllum.
Allir sem lesa þetta og hafa verslað hjá þeim í dag skoðið strimlana hjá ykkur
og látið ekki bjóða ykkur svona rugl.
Gunnar

laugardagur, 29. ágúst 2009

Myglaðar kartöflur

Keypti sætar kartöflur í Netto frá Búr ehf. Það stóð á þeim "á grillið" og voru pakkaðar inn í mjög fínan gylltan álpappir, 2-3 litlar í pakka á 379 kr. Sárvantaði þær í ofnrétt og neyddist þessvegna til að kaupa þær því annað var ekki í boði í búðinni. Þegar ég kom heim og tók álpappírinn utan af þeim voru þær drullu myglaðar svo gróðurinn stóð upp úr þeim.
Lexían: Pakka sjálfur í álpappír hér eftir. Gott að láta fólk kaupa mat sem er óboðlegur svínum blindandi. Takk Búr ehf.
Eyþór