mánudagur, 27. júlí 2009

Dýr sms í útlöndum

Ég fékk símreikning þar sem rukkað er 3.567 kr fyrir SMS móttekið erlendis.
Eða 87 kr fyrir hvert SMS
Þarna finnst mér Síminn sýna á sér hið rétta andlit.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta væri ef engin samkeppni væri.

SMS sent/móttekið erlendis - 41 stk - 3.567,00

Kveðja, Helgi

3 ummæli:

 1. Það er fokdýrt að nota farsímann sinn í útlöndum. Ef þú værir td í Serbíu og hringdir til Íslands kostaði hver mínúta 586 kr. Sjá: http://siminn.is/einstaklingar/utlond/upplysingar-um-land/store869/item56625/

  SvaraEyða
 2. Ég held að Síminn hafi lítið með að okra á notkun í útlöndum. Eru það ekki fyrirtækin úti sem smyrja ofan á þetta. Reikiálag?

  SvaraEyða
 3. Fyrirtækin úti taka sína þóknun til að flytja sms og símtöl í okkar síma, og með handónýtri krónu er þetta auðvitað killer verð. Veit að símafélögin (íslensku) hafa í einhverjum tilfellum lækkað sína þóknun til að koma á móts við neytandann
  Þetta er amk ekki Símanum að kenna hvað fyrirtækin úti rukka og að krónan sé ónýtur gjaldmiðill.

  SvaraEyða