þriðjudagur, 28. júlí 2009

Dýr Kaldi á Austurvelli

Ákvað að senda þér smá ábendinu....
Þannig var að á föstudaginn fór ég og keypti Kalda (bjór) á Íslenska barnum (Austurvelli) og kostaði stk. 950 Kr. Ég er búinn að spyrja marga og það kannast einginn við að hafa greitt svo hátt verð fyrir 33 cl. bjór í flösku. Án þess að hafa kannað það sérstaklega að þá skilst mér að alment sé verðið um 700-750 kr. á öldurhúsum í Reykjavík. Þannig að þetta er alveg 25-35% hærra verð.
Til samanburðar keypti ég kippu af Kalda í Vínbúð daginn eftir og þar kosta samskonar flöskur 293 Kr.
Þannig að mér finnst þetta engan vegin réttlætanleg álagning.
Spurning hvort þetta sé eitt dæmi þess að staðir sem gera út á tourisma eru að hækka verðið óeðlileg yfir sumarið???
Bestu kveðjur,
Sigurður Valur Sigurðsson

5 ummæli:

  1. Ég keypti um daginn stóran bjór á Íslenska barnum á 200 kr en það var víst einhver sumarhátíð í gangi. En ég keypti 33 cl bjór á 650 kr í gær á Íslenska barnum. Er það ekki bara spurning um hvernig bjór maður velur?

    Aðdáandi Íslenska barsins

    SvaraEyða
  2. Magnað að bera Kalda saman við aðra bjóra verðlega. Komm on. Okur á jakkafötum hjá Sævari Karli, sá helmingi ódýrari jakkaföt í Kaupfélaginu á Ólafsfirði.

    Lummó að bera saman epli og appelsínur.

    Elvar

    SvaraEyða
  3. Kaldi er á svipuðu verði og aðrir í ríkinu! Af hverju ætti hann ekki að vera á svipuðu verði á Íslenska barnum líka???

    Stefán

    SvaraEyða
  4. Kaldi er u.þ.b. 25% dýrari en "venjulegur" bjór í Ríkinu, og þá meða í við 33cl Tuborg í gleri - sem hlýtur að vera venjulegasti bjór sem hægt er að fá!

    Því er alveg eðlilegt að hann sé einnig 25% dýrari á veitingastöðum, en algengt verð á bjór í gleri er á milli 700-750 og því er 950 krónur ekki fjarri lagi.

    Fyrir utan það náttúrulega hvað verðið á öllum bjórum er fáránlegt!

    SvaraEyða
  5. Ég keypti stóran bjór í dag á Íslenska barnum og hann kostaði 600 kr þannig að ég tel þá alls ekki vera að okra á einum né neinum

    Aðdáandi Íslenska barsins

    SvaraEyða